Vanþróuðustu löndin
Vanþróuðustu löndin eru hópur ríkja sem samkvæmt Sameinuðu þjóðunum eru á lægsta félagshagfræðilegu þróunarstigi í heimi og hafa lægstu vísitölu um þróun lífsgæða í heimi. Hugtakið var fyrst notað á sjöunda áratugnum og fyrsta yfirlýsing yfir hvaða lönd voru þau vanþróuðustu var gefin út 18. nóvember 1971. Land flokkast meðal þeirra vanþróuðustu í heimi ef það uppfyllir þrjú skilyrði:
- Fátækt – frá og með 2015 verður landið að vera með ársmeðaltekjur undir $1.035 á mann yfir þriggja ára tímabil til að vera á listanum en yfir $1.242 til að vera tekið af honum,
- Veik staða mannauðs (byggð á mælikvörðum um næringu, heilsu, menntun og læsi), og
- Efnahagslegir veikleikar (byggðir á óstöðugri landbúnaðarframleiðslu, óstöðugum innflutningi og útflutningi vara og þjónustu, vægi óhefðbundinnar efnahagslegrar starfsemi, hlutfall mannfjöldans í vanda vegna náttúruhamfara).
Skilyrðin eru endurskoðuð á þriggja ára fresti. Síðan hugtakið var tekið í notkun hafa sjö lönd „útskrifast“ af listanum: Sikkim (1975), Botsvana (1994), Grænhöfðaeyjar (2007), Maldíveyjar (2011), Samóa (2014), Miðbaugs-Gínea (2017) og Vanúatú (2020). Til eru þrjú lönd sem uppfylla skilyrði vanþróðasts lands en hafa hafnað titlinum af ýmsum ástæðum: Gana, Papúa Nýja-Gínea og Simbabve.
Núverandi listi yfir vanþróðustu löndin
breytaAfríka (33 lönd)
breyta
|