1835
ár
(Endurbeint frá MDCCCXXXV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1835 (MDCCCXXXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Tímaritið Fjölnir hóf göngu sína. Að útgáfunni stóðu svo kallaðir Fjölnismenn. Þeir voru Jónas Hallgrímsson, Konráð Gíslason, Tómas Sæmundsson og Brynjólfur Pétursson.
- Húsið Gudmannsminde var byggt á Akureyri. (Síðar spítali)
- Mikið hallærisár: Harður vetur og erfitt vor með miklum hafís. [1]
- Sunnanpósturinn kom fyrst út.
Fædd
- 18. október - Tryggvi Gunnarsson, résmiður, þingmaður og bankastjóri Landsbankans.
- 11. nóvember - Matthías Jochumsson, prestur og skáld (d. 1920).
Dáin
- 17. júní - Björn Stephensen, dómsmálaritari (notarius) við Landsyfirrétt.
Erlendis
breyta- 7. janúar - Charles Darwin hélt til Chonos-eyja í Síle með skipinu HMS Beagle. Hann fór síðar á árinu til Galapagos-eyja.
- 30. janúar - Banatilræði var gert við forseta Bandaríkjanna Andrew Jackson, fyrsta banatilræði við Bandaríkjaforseta.
- 1. febrúar - Þrælahald var lagt af á Máritíus.
- 20. febrúar - Jarðskjálfti eyðilagði borgina Concepción í Síle.
- 1. mars - Ferdinand 1. Austurríkiskeisari var krýndur.
- 18. apríl - William Lamb, vísigreifi af Melbourne varð forsætisráðherra Bretlands.
- 5. maí - Járnbrautarleið opnaði milli Brussel og Mechelen í Belgíu, sú fyrsta á meginlandi Evrópu.
- 8. maí - Fyrsta safn ævintýra H.C. Andersen kom út.
- 23. maí - Mexíkóska fylkið Aguascalientes var stofnað.
- 28. júlí - Banatilræði var gert við Loðvík Filippus, konung Frakklands. 10 létust en Loðvík særðist lítillega.
- Ágúst - Fyrstu negatívur af ljósmyndafilmu voru framkallaðar í Lacock, Englandi.
- 30. ágúst - Borgin Melbourne, höfuðborg ástralska fylkisins Victoria stofnuð.
- 27. nóvember - Tveir menn voru hengdir fyrir samkynhneigða hegðun í Englandi. Það var síðasta slíka aftakan.
- Egypska forngripasafnið í Kaíró var stofnað.
- 7. desember - Fyrsta járnbrautarleiðin opnaði í Þýskalandi, milli Nürnberg og Fürth.
- 9. desember - Her Lýðveldisins Texas náði yfirráðum yfir San Antonio.
- 16. til 17. desember - 530 byggingar eyðilögðust í bruna í New York-borg.
- Borgarastríð braust út í Úrúgvæ.
- Enska varð opinbert mál á Indlandi.
Fædd
- 25. mars - Adolph Wagner, þýskur hagfræðingur.
- 27. júlí - Giosuè Carducci, ítalskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1907).
Dáin
- 2. mars - Frans 2. keisari, síðasti keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 15. apríl - Cristóbal Bencomo y Rodríguez, og skriftafaðir Ferdinands VII Spánarkonungs.
- 21. apríl - Samuel Slater, bandarískur iðnjöfur.
- 3. ágúst - Wenzel Müller, austurrískt tónskáld.
Tilvísanir
breyta- ↑ Af árinu 1835 Trausti Jónsson, bloggsíða