Melbourne

Melbourne er höfuðborg ástralska fylkisins Victoriu. Á stór-Melbourne svæðinu búa um fimm milljónir manna. Svæðið er hinsvegar mjög mörg sveitarfélög og í Melbourne-borg sjálfri (sem er miðborgin) búa einungis 46.000 manns. Í gegn um borgina liggur áin Yarra.

Aðaljárnbrautarstöð Melbourne.

SagaBreyta

Borgin var stofnuð árið 1835 af tveimur hópum frjálsra manna (ólíkt mörgum öðrum áströlskum borgum sem flestar voru stofnaðar sem fanganýlendur). Til að byrja með var hún einungis smábær, en þegar gull uppgötvaðist í Victoriu og hún var gerð að sjálfstæðri nýlendu með Melbourne sem höfuðborg, óx borgin hratt og á níunda áratug nítjándu aldar varð hún næst-stærsta borg breska heimsveldisins. Þegar Samveldið Ástralía var stofnað árið 1901 var Melbourne gerð höfuðborg hins nýja samveldis og hélt hún því hlutverki til stofnunar Canberra 1927.

Borgin er nefnd eftir Melbourne lávarði, sem var tvisvar forsætisráðherra Bretlands (1834 og 1835–1841).

MenningBreyta

Melbourne er ein helsta menningarborg Ástralíu. Þar er árlega haldin kvikmyndahátíð, þaðan koma margir heimsfrægir tónlistarmenn og hljómsveitir (m.a. Nick Cave og AC/DC) og hún er ein helsta kvikmyndaframleiðsluborg Ástralíu. Mikil gróska er líka í íþróttum í Melbourne og eru þar mjög mörg íþróttalið (t.d. eru 9 af 16 liðum í úrvalsdeildinni í áströlskum fótbolta þaðan). Ólympíuleikarnir voru haldnir þar 1956 og árlega fer þar fram ástralski Formúlu 1 kappaksturinn. Í borginni eru svo þar að auki sjö háskólar, höfuðstöðvar margra fyrirtækja og margt fleira. Borgin hýsti Heimsveldisleikana árið 2006 og fóru þeir fram á MCG, Melbourne Cricket Ground.