1882
ár
(Endurbeint frá MDCCCLXXXII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1882 (MDCCCLXXXII í rómverskum tölum)
Ísland
breytaAtburðir
breyta- 13. janúar - 2 fórust í snjóflóði við Seyðisfjörð.
- Veturinn (1881-1882) var á sínum tíma nefndur: Frostaveturinn mikli. Árið allt var eitt mesta óaldarár sem dunið hefur yfir Ísland. [1][2] Varast ber að rugla Frostavetrinum mikla saman við Frostaveturinn 1918.
- Sumarið á Íslandi nefnt: Mislingasumarið.[3]
- Kaupfélag Þingeyinga var stofnað.
- Búandi konur fengu kosningarétt til sveitarstjórna.
- Hótel Ísland opnaði (brann 1944).
Fædd
- 2. febrúar - Jóhann Gunnar Sigurðsson, skáld.
- 1. mars - Björgúlfur Ólafsson, læknir, rithöfundur, þýðandi og frumkvöðull.
- 3. júní - Guðrún Indriðadóttir, leikkona.
- 9. júlí - Sigurður Kristófer Pétursson, sjálfmenntaður fræðimaður og þýðandi.
- 30. september - Jónas Stefánsson frá Kaldbak, vesturíslenskt ljóðskáld.
- 20. desember - Jón Baldvinsson, stjórnmálamaður.
- 3. júní - Guðrún Indriðadóttir, íslensk leikkona (d. 1968).
Dáin
- 13. maí - Kristján Kristjánsson, embættismaður og stjórnmálamaður.
- 9. júní - Þóra Gunnarsdóttir, prestsfrú, þekktust fyrir að vera stúlkan sem Jónas Hallgrímsson orti kvæðið Ferðalok til.
- 31. október - Guðmundur Einarsson, prestur, prófastur og alþingismaður.
Erlendis
breytaAtburðir
breyta- 5. janúar - Charles J. Guiteau var fundinn sekur um að hafa myrt bandaríkjaforsetann James A. Garfield.
- 24. mars - Robert Koch uppgötvaði örveruna sem veldur berklum (Mycobacterium tuberculosis).
- 3. apríl - Útlaginn Jesse James var skotinn til bana í St. Joseph, Missouri.
- 11. júlí - 13. júlí: Breski flotinn gerði árás á Alexandríu, Egyptalandi, og tryggði sér yfirráð að Súesskurðinum.
- 4. september - New York borg var raflýst. Thomas Edison kveikti á fyrsta rafmagnsverinu á Manhattan. Tímabil rafmagns var gengið í garð.
- Hafið var að byggja kirkjuna Yfirbótakirkja heilögu fjölskyldunnar í Barselóna.
- Knattspyrnufélögin Tottenham Hotspur og Burnley F.C. voru stofnuð.
Fædd
- 14. mars - Wacław Sierpiński, pólskur stærðfræðingur (d. 1969).
- 25. janúar – Virginia Woolf, breskur rithöfundur.
- 30. janúar – Franklin D. Roosevelt, bandaríkjaforseti.
- 2. febrúar - James Joyce, írskur rithöfundur.
- 20. maí - Sigrid Undset, norskur rithöfundur.
- 17. júní - Igor Stravinsky, rússneskt tónskáld (d. 1971).
- 11. nóvember - Gústaf 6. Adólf, Svíakonungur.
Dáin
- 23. september - Friedrich Wöhler, þýskur efnafræðingur (f. 1800).
- 3. apríl - Jesse James, útlagi.
- 19. apríl – Charles Darwin, breskur náttúrufræðingur (f. 1809).
- 27. apríl – Ralph Waldo Emerson, amerískur heimspekingur (f. 1803).
- 2. júní – Giuseppe Garibaldi, ítalskur þjóðernisinni (f. 1807).