Yfirbótakirkja heilögu fjölskyldunnar
Yfirbótakirkja heilögu fjölskyldunnar (katalónska: Temple Expiatori de la Sagrada Família, spænska: Templo Expiatorio de la Sagrada Familia), í daglegu tali kölluð Sagrada Família, er kaþólsk kirkja í Barselóna á Spáni, sem hefur verið í byggingu síðan 1882. Áætlað er að byggingu kirkjunnar verði lokið árið 2026.
Kirkjan er talin meistaraverk katalónska arkítektsins Antoni Gaudí (1852–1926). Hönnunin og stærð kirkjunnar hafa gert hana að einum vinsælasta ferðamannastað í Barselóna. Benedikt 16. páfi helgaði kirkjuna og útnefndi hana sem basilíku þann 7. nóvember 2010, þegar hann heimsótti Santiago de Compostela og Barselóna.