New York-borg

(Endurbeint frá New York borg)
Sjá New York varðandi aðra notkun á heitinu.

New York eða Nýja-Jórvík (enska: New York City, gjarnan skammstafað NYC) er fjölmennasta borg New York-fylkis, og jafnframt Bandaríkjanna, með ríflega 8,6 milljónir íbúa (2017) af ýmsum þjóðernum. Á stórborgarsvæðinu eru rúmar 20 milljónir manna. Borgin er 800 ferkílómetrar að stærð og hefur hlotið viðurnefnið „stóra eplið“ (ensku the Big Apple). New York-borg er miðstöð viðskipta, stjórnmála, samskipta, tónlistar, tísku og menningar.

New York-borg
Seal of New York City.svg
New York-borg er staðsett í Bandaríkin
Land Bandaríkin
Íbúafjöldi 8,622 milljónir (2017)
Flatarmál 1.214,4 km²
Póstnúmer 100xx-104xx, 11004-05, 111xx-114xx, 116xx
Svipmyndir.
Miðborg Manhattan, séð til norðurs frá Empire State-byggingunni. Gatan, sem horft er niður í er Fifth Avenue.
Borgarhlutar New York borgar

Borginni er stjórnsýslulega skipt í fimm hluta: Brooklyn, Bronx, Manhattan, Queens og Staten Island.

SagaBreyta

Áður en Evrópubúar settust að á svæðinu bjuggu Lenape-indíánar þar. Fyrsti Evrópumaðurinn sem kom til New York var ítalinn Giovanni da Verrazzano en hann kom þangað árið 1525. Hins vegar yfirgaf hann staðinn. Það var ekki fyrr en árið 1609Hollendingar sendu Englendinginn Henry Hudson, sem Hudsonfljótið er nefnt eftir, og byggð Evrópumanna var stofnuð þar árið 1613. Á meðan Hollendingar réðu yfir borginni kallaðist hún Nýja-Amsterdam en 1664 náðu Bretar borginni á sitt vald og endurnefndu hana New York (sem stundum hefur verið þýtt Nýja-Jórvík á íslensku) til heiðurs Hertoganum af Jórvík. Jórvík eða York á Englandi er aftur leitt af keltneska staðarheitinu Caer Ebroc. 1673 náðu Hollendingar aftur stjórn yfir borginni og kölluðu hana Nieuw-Oranje („Nýju-Óraníu“) en gáfu hana endanlega frá sér árið 1674.

New York óx sem verslunarstaður undir stjórn Breta snemma á 18. öld og einnig sem miðstöð þrælasölu en árið 1730 höfðu 42% heimila þræl.

Í Frelsisstríði Bandaríkjanna var mesti bardaginn árið 1776, The Battle of Long Island, í nútíma Brooklyn þar sem Bandaríkjamenn töpuðu fyrir Bretum. Árið 1790 varð borgin stærri en Philadelphia. Á 19. öld var stórfelldur innflutningur á fólki frá Evrópu til New York. Hungursneyðar á Írlandi höfðu til að mynda áhrif og árið 1860 voru 200.000 Írar í borginni. Þjóðverjar voru líka fjölmennir og komu úr héruðum þar sem átök höfðu verið.

New York sameinaðist Brooklyn árið 1898 en áður hafði það verið sérstök borg. Árið 1904 opnaði neðanjarðarlestarkerfið (subway). Ameríkanar af afrískum uppruna fluttu í auknum mæli til borgarinnar í byrjun 20. aldar frá Suðurríkjunum. Efnhagurinn gekk vel og hafið var að byggja skýjakljúfa. Á 8. og 9. áratugnum fjölgaði glæpum en fór fækkandi eftir miðjan 10. áratuginn.

Árásin á Tvíburaturnana 2001 leiddi til dauða tæpra 2200 manna og hernaðarafskipta Bandaríkjanna í málefnum Miðausturlanda og Asíu.

Árið 2020 lék COVID-19-veirusjúkdómurinn borgina grátt og hafa um 33.000 látist af völdum hans (ágúst 2020).

LýðfræðiBreyta

Árið 2010 var samsetning borgarbúa: 44% hvítir, 25.5% svartir og 12.7% asíubúar. Spænskumælandi íbúar af öllum kynstofnum voru tæp 30%.

Frægar byggingar og staðirBreyta

 • Frelsisstyttan er líklega frægasta kennileiti New York-borgar. Frelsisstyttan er 93 metra há koparstytta staðsett á Liberty Island (Frelsiseyju)
 • Times Square er torg á miðri Manhattan. Torgið er staðsett þar sem Broadway og 7. breiðgata mætast. Á Times Square fagna fjöldamargir nýja árinu, koma saman og sjá áramótakúluna falla á kl. 00:00 1. janúar.
 • Miðgarður (Central Park) er stór almenningsgarður í hjarta Manhattan.
 • Empire State-byggingin er næsthæsta mannvirki New York-borgar. Byggingin er 381 metra hár með 103 hæðum. Hún var hæsta bygging heims frá 1931 til 1970, þegar Tvíburaturnarnir opnuðu.
 • Tvíburaturnarnir voru gríðarstórir turnar sem féllu til grunna 11. september árið 2001. One World Trade Center var byggður í stað þeirra. Hann er hæsti turn Bandaríkjanna og sjötti stærsti turn heims.
 • Höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna var hafið að byggja árið 1948 og lokið árið 1952.
 • Madison Square Garden er gamalgróið íþróttamannvirki sem tekið hefur breytingum nokkrum sinnum og er einnig er notað undir tónleika og sýningar
 • Brooklynbrúin er ein elsta vegabrú í Bandaríkjunum. Bygging hófst árið 1869 og var lokið 1883.

SöfnBreyta

[1].

 1. Nútímalistasafnið
 2. Listasafn Metropolitan
 3. The Met Breuer
 4. Guggenheim-safnið
 5. American Museum of Natural History
 6. Whitney Museum of American Art
 7. Museum of the Moving Image
 8. 9/11 Minning & safn
 9. Intrepid Sea, Air & Space Museum
 10. Tenement Museum

AlmenningsgarðarBreyta

Alls hefur NYC nær 14% af grænum rýmum[2].

DýragarðarBreyta

[3].

 1. Dýragarðurinn í Central Park
 2. Dýragarðurinn í Bronx
 3. New York sædýrasafnið
 4. Dýragarðurinn í Queens
 5. Dýragarðurinn í Staten Island
 6. Dýragarðurinn í Prospect Park
 7. Long Island sædýrasafnið
 8. Rosamond Gifford dýragarðurinn

TilvísunBreyta

TenglarBreyta

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


New York-borg
Brooklyn | Bronx | Manhattan | Queens | Staten Island
   Þessi Bandaríkja-tengda grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
 1. „18 Best Museums In New York To Visit“. ArrestedWorld (enska). 13. ágúst 2020. Sótt 24. ágúst 2020.
 2. „31 Best Parks to Visit in New York“. ArrestedWorld (enska). 20. júlí 2020. Sótt 24. ágúst 2020.
 3. „8 Best Aquariums and Zoos in New York“. ArrestedWorld (enska). 16. júlí 2020. Sótt 24. ágúst 2020.