Burnley F.C. er knattspyrnulið í ensku úrvalsdeildinni úr borginni Burnley norður af Manchester. Heimavöllur þess er Turf Moor. Félagið var stofnað árið 1882 og hefur orðið enskur meistari tvisvar, árin 1921 og 1960. Gælunafn liðsins er The Clarets sem vísar í vínrauða litinn á búningunum. Jóhann Berg Guðmundsson, miðherji og landsliðsmaður hefur spilað með félaginu síðan 2016.

Burnley Football Club
Fullt nafn Burnley Football Club
Gælunafn/nöfn The Clarets
Stytt nafn B.F.C.
Stofnað 1882
Leikvöllur Turf Moor
Stærð 21.944
Knattspyrnustjóri Fáni Belgíu Vincent Kompany
Deild Enska meistaradeildin
2022-2023 1. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Á tímabilinu 2017-2018 náði liðið evrópusæti; 7. sæti. Sean Dyche stýrði Burnley frá 2012-2022 og var með liðið í ensku úrvalsdeildinni í 6 ár. Honum var sagt upp þegar 8 leikir voru eftir af tímabilinu 2021-2022 og liðið var í fallsæti. Liðið féll í ensku meistaradeildina í lokaumferðinni 2022. Ári síðar tryggði liðið sig upp í ensku úrvalsdeildina á ný og vann ensku meistaradeildina. Það féll svo jafnharðan aftur niður árið 2024.

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.