Knattspyrnufélag Akureyrar
- Fyrir nánari upplýsingar um knattspyrnudeild KA, sjá greinina um Knattspyrnudeild KA
Knattspyrnufélag Akureyrar (K.A.) er íþróttafélag á Akureyri. Hjá KA er boðið upp á að stunda fjórar íþróttagreinar: blak, handbolta, júdó og knattspyrnu. Knattspyrnulið KA lék lengi vel í efstu deild karla í knattspyrnu og varð Íslandsmeistari í knattspyrnu árið 1989, en Íslandsmeistartitilinn hefur aldrei farið lengra frá höfuðborgarsvæðinu en þá. K.A. er stundum kallað „Akureyrarstoltið“.
Knattspyrnufélag Akureyrar | |||
Fullt nafn | Knattspyrnufélag Akureyrar | ||
Gælunafn/nöfn | KA-menn | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | KA | ||
Stofnað | 8. janúar 1928 | ||
Leikvöllur | Akureyrarvöllur og KA Heimilið | ||
Stærð | Um 2500 | ||
Knattspyrnustjóri | Hallgrímur Jónasson | ||
|
Saga K.A.
breytaKnattspyrnufélag Akureyrar var stofnað 8. janúar 1928 á heimili hjónanna Margrétar og Axels Schiöth bakara, að Hafnarstræti 23, með það að leiðarljósi að efla íþróttaiðkun á Akureyri. Að stofnun félagsins komu: Alfred Lillendahl, Arngrímur Árnason, Eðvarð Sigurgeirsson, Einar Björnsson, Georg Pálsson, Gunnar H. Kristjánsson, Helgi Schiöth, Jón Sigurgeirsson, Jónas G. Jónsson, Karl L. Benediktsson, Kristján Kristjánsson og Tómas Steingrímsson.
Íþróttamenn K.A.
breytaÁrlega er kosið um íþróttamann ársins hjá félaginu. Kjörinu er lýst á afmæli félagsins sem er þann 8. janúar. Vernharður Þorleifsson júdókappi hefur unnið titilinn oftast eða sjö sinnum. Íþróttamenn sem hlotið hafa þann heiður eru:
Ár | Nafn | Íþróttagrein | Athugasemd |
---|---|---|---|
1950 | Magnús Brynjólfsson | Skíðaíþróttir | |
1968 | Ívar Sigmundsson | Skíðaíþróttir | |
1969 | Árni Óðinsson | Skíðaíþróttir | |
1970 | Gunnar Blöndal | Knattspyrna | |
1971 | Árni Óðinsson | Skíðaíþróttir | |
1988 | Guðlaugur Halldórsson | Júdó | |
1989 | Erlingur Kristjánsson | Knattspyrna, Handbolti | |
1990 | Freyr Gauti Sigmundsson | Júdó | |
1991 | Freyr Gauti Sigmundsson | Júdó | |
1992 | Alfreð Gíslason | Handbolti | |
1993-1996 | Vernharð Þorleifsson | Júdó | |
1997 | Björgvin Björgvinsson | Handbolti | |
1998-1999 | Vernharð Þorleifsson | Júdó | |
2000 | Guðjón Valur Sigurðsson | Handbolti | |
2001 | Vernharð Þorleifsson | Júdó | |
2002-2003 | Andrius Stelmokas | Handbolti | |
2004 | Arnór Atlason | Handbolti | |
2005 | Jónatan Þór Magnússon | Handbolti | |
2006 | Bergþór Steinn Jónsson | Júdó | |
2007 | Davíð Búi Halldórsson | Blak | |
2008 | Sandor Matus | Knattspyrna | |
2009 | Piotr Slawomir Kempisty | Blak | |
2010 | Birna Baldursdóttir | Blak | |
2011 | Helga Hansdóttir | Júdó | |
2012 | Alda Ólína Arnarsdóttir | Blak | |
2013 | Birta Fönn Sveinsdóttir | Handbolti | |
2014 | Martha Hermannsdóttir | Handbolti | |
2015 | Ævar Ingi Jóhannesson | Knattspyrna | |
2016 | Valþór Ingi Karlsson | Blak | |
2017 | Anna Rakel Pétursdóttir | Knattspyrna |
*Ekki var kosið árin 1951-1967 og 1972-1987.
Knattspyrna
breytaMeistaraflokkur karla
breyta- Sjá nánari umfjöllun á greininni Knattspyrnudeild KA
Meistaraflokkur kvenna
breyta- Sjá nánari umfjöllun á greininni Þór/KA
Þór Akureyri og KA hafa haft samstarf um sameiginlegt lið meistaraflokks kvenna undir merkjum Þór/KA síðan 1999. KS kom inn í samstarfið 2001 og hét liðið Þór/KA/KS þangað til KS gekk úr því eftir 2005 tímabilið.
Tengill
breyta
|