Arnór Atlason

Arnór Atlason (fæddur 1984) er íslenskur fyrrum handknattleiksmaður sem lék til að mynda með danska liðinu FC Köbenhavn.

Arnór Atlason, mynd tekin 30. ágúst 2008
Arnór Atlason, mynd tekin í ágúst 2007

Arnór lék með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010.