Hegranes
Hegranes kallast landsvæðið milli kvísla Héraðsvatna í Skagafirði og er í rauninni eyja í Vötnunum, um 15 km á lengd og með allháum klettaásum en vel gróið á milli. Vesturós Vatnanna er fast upp við nesið vestanvert en að austan eru breiðir og víðlendir sandar áður en komið er að Austurósnum.[1] Þar suður af er óshólmasvæði með fjölbreyttu fuglalífi og gróðri sem kallast Austara-Eylendið og er það á náttúruminjaskrá.[2]
Hegranes | |
---|---|
Landafræði
| |
Staðsetning | Héraðsvötn |
Hnit | 65°42′N 19°28′V / 65.700°N 19.467°V
|
Stjórnsýsla | |
Ísland
|
Hegranes var áður sérstakt sveitarfélag, Rípurhreppur, en tilheyrir nú Sveitarfélaginu Skagafirði.[3]
Í landi jarðarinnar Garðs í Hegranesi var áður héraðsþing Skagfirðinga, Hegranesþing, og þar var einnig stundum haldið fjórðungsþing Norðlendinga. Kirkja sveitarinnar er á Ríp. Einn fyrsti kvennaskóli landsins var stofnaður í Ási í Hegranesi haustið 1877 en starfaði þar aðeins eitt ár.[4]
Í Keldudal í Hegranesi hefur farið fram umfangsmikill fornleifauppgröftur og þar hafa verið grafnar upp rústir frá 10.-12. öld.[5]
Lengi hefur því verið trúað að miklar Huldufólksbyggðir séu í Hegranesi og hefur sú trú haft áhrif á vegagerð.[6]
Heimildir
breyta- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 13. maí 2024.
- ↑ „Umhverfisstofnun | Norðvesturland“. Umhverfisstofnun. Sótt 13. maí 2024.
- ↑ „Skagafjörður“. kosningasaga. 20. febrúar 2022. Sótt 13. maí 2024.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Bækur.is“. baekur.is. Sótt 13. maí 2024.
- ↑ Guðný Zoëga (2008). Keldudalur í Hegranesi: Fornleifarannsóknir 2002-2007 (PDF).
- ↑ „Eru þekkt dæmi um að álfar eða huldufólk hafi stoppað vegagerð?“. Vísindavefurinn. Sótt 13. maí 2024.