Efsta deild karla í knattspyrnu 1912
Árið 1912 var fyrsta Íslandsmótið í knattspyrnu haldið. Þrjú lið skráðu sig til keppnis, Fótboltafélag Reykjavíkur (síðar KR), Knattspyrnufélagið Fram og Knattspyrnufélag Vestmannaeyja (síðar ÍBV). Mótið fór fram dagana 28. júní - 2. júlí 1912. Pétur Jón Hoffman Magnússon skoraði fyrsta markið á Íslandsmóti í knattspyrnu. Fótboltafélag Reykjavíkur fór með sigur af hólmi.
Framgangur mótsins
breytaÞað var þann 28. júní árið 1912 sem að fyrsti leikur fyrsta Íslandsmótsins í knattspyrnu var leikinn. Mótið hafði átt að hefjast degi síðar, en var flýtt um einn dag vegna þess að Eyjamenn vildu komast heim til sín á sunnudeginum 30. júní, en þann dag lagði millilandaskipið Ceres úr Reykjavíkurhöfn.
Fyrsti leikur mótsins var leikur Fótboltafélags Reykjavíkur og Fram. Pétur Hoffmann Magnússon kom Fram yfir í fyrri hálfleik, en Ludvig A. Einarsson jafnaði fyrir FR í síðari hálfleik. Um 500 áhorfendur voru á Íþróttavellinum við Melana og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Um leikinn var m.a. skrifað:
- „Þeir Fram-menn báru íslenska liti í klæðaburði, bláar peysur og hvítar brækur, en hinir voru hvítir og svartir.“.
Næsti leikur Íslandsmótsins var leikur Fótboltafélags Reykjavíkur og Knattspyrnufélags Vestmannaeyja. Fótboltafélagið vann þann leik nokkuð sannfærandi 3-0. Leikurinn var hinsvegar hinn harðasti, af þeim 12 leikmönnum sem komu frá Vestmannaeyjum til að taka þátt voru einungis 7 leikfærir eftir þennan tapleik. Þurftu þeir því að gefa leikinn gegn Fram.[2] Í samtímaheimildum má á einum stað lesa svo um þennan leik:
- „Meira var hugsað um að hlaupa á manninn en leika boltanum, sumir voru brenglaðir fyrir leikinn og sumir orðið að ganga úr leik meðan á leik stóð svo að uppi stóðu aðeins sjö leikmenn, svo hætt var við frekari keppni og farið með næsta póstskipi til Eyja.“
Mikil vonbrigði fyrir Eyjamenn sem lögðu á sig heilmikið ferðalag. [3]
Fyrst að Eyjamenn voru úr leik og lið KR og Fram höfðu einungis gert jafntefli í fyrsta leik sínum þurfti að leika til þrautar og var úrslitaleikur Íslandsmótsins haldinn 2. júlí.
Stöðutafla
breytaSæti | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | FR | 2 | 1 | 1 | 0 | 4 | 1 | +3 | 3 | |
2 | Fram | 2 | 1 | 1 | 0 | 1 | 1 | +0 | 3 | |
3 | KV | 1 | 0 | 0 | 1 | 0 | 3 | -3 | 0 |
Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikjum sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skoruð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur
Töfluyfirlit
breytaAllir leikirnir voru spilaðir á Íþróttavellinum á Melunum
Úrslit (▼Heim., ►Úti) | |||
Fram | 3-0[4] | 1-1 | |
ÍBV | 0-3 | ||
KR |
Úrslitaleikur
breyta2. júlí 1912 21:00 GMT | |||
KR | 3 – 2 | Fram | Íþróttavöllurinn á Melunum, Ísland Áhorfendur: Um 500 Dómari: Ólafur Rósenkranz[2] |
Kjartan Konráðsson Fh.'
Ludvig A. Einarsson Fh.'
|
Leikskýrsla | Fh.' |
Markahæstu menn
breyta# | Þjó | Leikmaður | Félag | Mörk | Leikir | |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | Ludvig A. Einarsson | KR | 2 | 2 | ||
2 | Björn Þórðarson | KR | 1 | 2 | ||
2 | Friðþjófur Thorsteinsson | Fram | 1 | 2 | ||
2 | Hinrik Thorarensen | Fram | 1 | 2 | ||
2 | Kjartan Konráðsson | KR | 1 | 2 | ||
2 | Pétur Jón Hoffman Magnússon | Fram | 1 | 2 |
Fótboltafélag Reykjavíkur - Íslandsmeistari árið 1912 |
---|
M Geir Konráðsson | Jón Þorsteinsson | Kristinn Pétursson | Skúli Jónsson | Sigurður Guðlaugsson | Nieljohnius Ólafsson | Kjartan Konráðsson | Björn Þórðarson | Ludvig Einarsson | Guðmundur Þorláksson | Davíð Ólafsson | Benedikt G. Waage | |
Sigurvegari úrvalsdeildar 1912 |
---|
FR[1] 1. Titill |
Fyrir: Engin |
Úrvalsdeild | Eftir: Úrvalsdeild 1913 |
|
Heimild
breytaTilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Lið Knattspyrnufélags Reykjavíkur hét Fótboltafélag Reykjavíkur til ársins 1915, þegar það breytti yfir í Knattspyrnufélag Reykjavíkur
- ↑ 2,0 2,1 2,2 Sigmundur Ó. Steinarsson (2011). 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu (fyrra bindi). KSÍ.
- ↑ Hermann Kr Jónsson (1995). 50 ára afmælisriti ÍBV.
- ↑ ÍBV þurfti að gefa leikinn á móti Fram vegna þess að þeir áttu einungis 7 leikfæra menn eftir leikinn gegn KR.