Pétur J.H. Magnússon

Pétur J. H(offmann) Magnússon (14. nóvember 189428. maí 1963) var bankagjaldkeri, knattspyrnumaður og formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf

breyta

Pétur fæddist á Akranesi, sonur Guðrúnar Jónsdóttur og Magnúsar Ólafssonar ljósmyndara. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur og starfaði lengst af sem bankagjaldkeri. Tryggvi Magnússon, sem einnig varð formaður Fram, var bróðir Péturs.

Snemma árs 1908 festi Pétur kaup á fótbolta sem hann rakst á í Breiðfjörðsverslun í Aðalstræti. Knötturinn kostaði 95 aura, sem ar talsvert fé fyrir pilt á fermingaraldri. Í kjölfarið fóru Pétur og vinir hans, sem flestir bjuggu í og við Tjarnargötuna að spila fótbolta öllum stundum.

Upp út þessum æfingum ákváðu piltarnir að stofna knattspyrnufélag. Miðuðu þeir stofndag félagsins við 1. maí 1908, en það var þó fyrst í mars 1909 sem félagið samþykkti lög, kaus sér stjórn og ákvað nafn. Pétur varð fyrsti formaður félagsins og gegndi embættinu frá 1909-11 (með stuttu hléi) og aftur 1913-14 og 1915-17. Árið 1943 var hann útnefndur heiðursfélagi í Fram.

Pétur var í fyrsta keppnisliði Fram og lék með meistaraflokki til ársins 1922. Hann skoraði fyrsta markið í sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu í 1:1 jafnteflisleik gegn Fótboltafélagi Reykjavíkur árið 1912.

Auk knattspyrnunnar sinnti Pétur öðrum íþróttagreinum og útivist. Hann sat í fyrstu stjórn Skíðafélags Reykjavíkur og var í hópi fyrstu félaga skátahreyfingarinnar hér á landi.