1895
ár
(Endurbeint frá MDCCCXCV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1895 (MDCCCXCV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 8. janúar - Kvenréttindatímaritið Framsókn kom út.
- 17. apríl - Kvenfélagið Hvítabandið er stofnað.
- Verslunin Edinborg opnar.
- Kvennablaðið kemur fyrst út.
Fædd
Dáin
- 17. maí - Þórarinn Böðvarsson, prestur, rithöfundur og alþingismaður.
- 27. nóvember - Sölvi Helgason, flakkari, listamaður og heimspekingur
- 23. desember - Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen, eiginkona Jóns Árnasonar, þjóðsagnaritara, og systir Kristínar, konu Jóns Thoroddsen.
Erlendis
breyta- 5. janúar - Franski liðsforinginn Alfred Dreyfus er dæmdur til fangelsisvistar á Djöflaeyju.
- 13. janúar - Ítalir sigra Eþiópíumenn í orrustunni við Coatit.
- 9. febrúar - Íþróttin Blak er búin til í Massachusetts.
- 17. apríl Kína og Japan skrifa undir friðarsamning í stríði sem hafði gengið á í nær ár. Kína lætur af hendi Kóreu.
- 25. maí - Oscar Wilde er handtekinn fyrir kynlíf við karlmann og dæmdur til erfiðisvinnu í tvö ár.
- 11. júní - París-Bordeaux-kappaksturinn er haldinn; kallaður fyrsti bílakappakstur sögunnar.
- 20. júní - Kílarskurðurinn opnar.
- 3. september - Fyrsti leikurinn í amerískum fótbolta er haldinn í Pennsylvaníu. Nokkrum dögum síðar, 7. sepetmber er fyrsti ruðnings-leikurinn á Englandi haldinn.
- Október - London School of Economics hefur kennslu.
- 8. október - Myeongseong-keisaraynja í Kóreu er tekin af lífi af japönskum útsendurum.
- 23. október - Japanir ná Taívan á sitt vald.
- 8. nóvember - Wilhelm Conrad Röntgen uppgötvar röntgengeislana.
- 28. desember - Lumière-bræður sýna fyrstu hreyfimyndina, eiginlega kvikmynd, í París.
- Fyrsti rafmagnsborinn er framleiddur í Þýskalandi.
- Breski Indlandsherinn er stofnaður.
- Feneyjatvíæringurinn er haldin fyrst.
- Franska Vestur-Afríka-sambandsríkið er stofnað.
- Škoda Auto-bílaframleiðandinn hefur starfsemi í Tékklandi.
- New Holland Ag-landbúnaðarvélaframleiðandinn er stofnaður.
- West Ham United F.C. knattspyrnuliðið er stofnað í London.
Fædd
- 7. mars - Neco, brasilískur knattspyrnumaður (d. 1977).
- 29. apríl - Stanley Rous, enskur forseti FIFA (d. 1986).
- 30. október - Gerhard Domagk, þýskur örverufræðingur og nóbelsverðlaunahafi (d. 1964).
Dáin
- 20. febrúar - Frederick Douglass, bandarískur aðgerðasinni, mannréttindafrömuður,
- 5. maí - Carl Vogt, svissneskur náttúrufræðingur
- 29. júní - Thomas Henry Huxley, enskur líffræðingur.
- 5. ágúst - Friedrich Engels, þýskur iðnrekandi, hagfræðingur, heimspekingur og byltingarsinnaður sósíalisti.
- 28. september - Louis Pasteur, franskur efnafræðingur og örverufræðingur (f. 1822).