Framsókn (tímarit)
Framsókn var íslenskt tímarit helgað kvenréttindamálum sem kom út frá 8. janúar 1895 til desember 1901. Framsókn var fyrsta blaðið á Íslandi sem fjallaði um réttindi og stöðu kvenna.
Útgefendur og ritstjórar Framsóknar voru mæðgurnar Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Skaptadóttir. Blaðið kom út mánaðarlega á Seyðisfirði til 1899 þegar þær seldu það til Jarþrúðar Jónsdóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur sem gáfu það út í Reykjavík til ársins 1901.