Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen

Katrín Þorvaldsdóttir Sívertsen (3. apríl 1829 - 23. desember 1895) var eiginkona Jóns Árnasonar, þjóðsagnaritara, og systir Kristínar, konu Jóns Thoroddsen.

Katrín ólst upp hjá foreldrum sínum, Þorvaldi Sívertsen og Ragnhildi Skúladóttur kanselliráðs að Skarði. Hún giftist séra Lárusi M. Johnsen að Holti í Önundarfirði 1847. Hann varð síðan prestur að Skarðsþingum, og lést þar 1859. Eftir það fór hún heim til föður síns, og var þar á 4. ár þangað til hann lést. Þá fór hún í Flatey til Brynjólfs kaupmanns Benediktssen og frú Herdísar konu hans, sem var vinkona Katrínar, og þar var hún þangað til hún giftist landsbókaverði Jóni Árnasyni 1866, fluttist þá alfarin til Reykjavíkur og dvaldi þar síðan. Þau hjón eignuðust son, Þorvald að nafni, en hann dó 1883 í latínuskólanum í Reykjavík. Hún og Jón ólu upp Þorvald Thoroddsen, landfræðing, frá unglingsaldri, eftir að faðir hans lést. Þorvaldur var systursonur Katrínar, sonur Jóns Thoroddsen og konu hans Kristínar Ólínu Þorvaldsdóttur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.