Carl Vogt
Carl Christoph Vogt (1817 – 1895) var svissneskur náttúrufræðingur og rithöfundur. Hann tók þátt í Bernaleiðangrinum og skrifaði um þetta ferðalag bókina Nord-Fahrt entlang der Norwegischen Küste, nach dem Nordkap, den Insel Jan Mayen und Island (útg. 1863).
Leiðangurinn var farinn vorið 1861 og var það dr. Georg Berna, þýskur náttúrufræðingur, sem skipulagði og fjármagnaði leiðangurinn. Aðrir sem tóku þátt í þessum leiðangri voru Johann Heinrich Hasselhorst, þýskur myndlistamaður, Alexander Gressly, dýrafræðingur, og Alexander Herzen, læknir og lífeðlisfræðingur. Þeir silgdu á Joacim Hinrich frá Hamborg 29. maí 1861.
Heimild
breyta- Frank Ponzi, Ísland á 19. öld.