Etrúría (venjulega kölluð Tyrrhenia í grískum og latneskum textum) var svæði á Mið-Ítalíu sem náði yfir stærstan hluta Toskana, og hluta Úmbríu og Latíum suður að ánni Tíber. Etrúría var kjarnasvæði menningar Etrúra á 8. öld f.Kr. en hún breiddist síðan út yfir Pódalinn og suður með strönd Tyrrenahafs allt til Kampaníu. Mörg borgríki Etrúra voru reist á grunni eldri þorpa frá tímum Villanovamenningarinnar sem stóð frá 12. öld til 8. aldar f.Kr..

Svæðið sem menning etrúra náði yfir.

Róm var syðst á þessu menningarsvæði þar sem hún stendur á bökkum Tíberfljóts og nokkrir etrúskir konungar ríktu yfir borginni þar til lýðveldið var stofnað 509 f.Kr. Á 4. öld f.Kr. gerðu Gallar innrás á Appennínaskagann og lögðu undir sig etrúsku borgirnar í Pódalnum. Á sama tíma hófu Rómverjar að leggja hluta Etrúríu undir sig og innlimuðu hana alla við upphaf 1. aldar f.Kr..

Borgir breyta