Evrópukeppni karla í knattspyrnu
Evrópukeppni karla í knattspyrnu (enska: UEFA European Football Championship stytt í Euros) er knattspyrnumót evrópulanda sem haldið er á 4 ára fresti síðan 1960 (nema árið 2020 var því frestað um 1 ár vegna COVID-19).
Áður en hvert land kemst á mótið fer fram undankeppni þar sem lönd keppa í riðlum. Tíu lönd hafa unnið titilinn: Þýskaland og Spánn þrisvar, Ítalía og Frakkland tvisvar og Sovétríkin, Tékkóslóvakía, Holland, Danmörk, Grikkland og Portúgal einu sinni.
Fyrir 1980 voru einungis 4 lið í lokakeppninni en hún hefur verið stækkuð, nú síðast 2016 þar sem 24 lið keppa.