Þjóðadeild UEFA
Þjóðadeildin (The UEFA Nations League) er keppni í evrópskri knattspyrnu sem fer fram milli A-landsliða karla.
Stofnuð | 2018 |
---|---|
Svæði | Evrópa (UEFA) |
Fjöldi liða | 55 |
Núverandi meistari | (1. titill) |
Sigursælasta lið | (1 titill hvert) |
Vefsíða | Opinber vefsíða |
Deildin hófst árið 2018 og var henni ætlað að koma að mestu í stað vináttulandsleikja. Deildin skiptist í undirdeildir og spila sigurvegarar úr deild A í lokakeppni. 4 lið geta unnið sæti á evrópumótinu í knattspyrnu, EM í gegnum útsláttarkeppni.
Skipulag
breyta55 lið keppa í 4 deildum eftir styrkleikaflokkum:
12 í A-deild, 12 í B-deild, 15 í C deild og 16 í D deild. Lið geta fallið um deild og farið upp um deild.
Deildin fer fram frá september til nóvember og í júní. Meistarar eru krýndir annað hvert ár.
Gagnrýni
breytaKevin De Bruyne gerði lítið úr mikilvægi leikjanna og kallaði Þjóðadeildina upphafna vináttulandsleiki og var óánægður með fylgjandi álag í framhaldi af deildakeppni. [1]
Ísland
breytaÍslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hóf fyrstu 2 keppnirnar í A-deild en féll niður í B-deild haustið 2020.
Meistarar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Nations League is unimportant...Goal.com, sótt 1/6 2022