Evrópumeistaramót undir 21 árs karla í knattspyrnu

Evrópumeistaramót undir 21 árs karla í knattspyrnu er fótboltakeppni skipulögð af Knattspyrnusambandi Evrópu. Mótið er haldið á tveggja ára fresti og hefur verið til í núverandi mynd frá 1978. Fyrir stofnun þess var útsláttarkeppni undir 23 ára frá 1967 til 1970 og meistaramót undir 23 ára frá 1972 til 1976.

Bikar mótsins

Aldurstakmark mótsins var lækkað niður í 21 ár fyrir meistaramótið 1978. Til þess að vera gildur leikmaður í mótinu þurfa leikmenn að vera á 21 aldursári eða yngri, en fyrir árið 2009 var leyft að leikmenn mættu vera á milli 21 árs og 23 ára í riðlakeppni mótsins.

Mótherjar liða í mótinu eru frá sama landi og landsliðið keppir við. Undantekning á þessari reglu var árið 2006-2007 þegar keppnin var í styttra lagi.

Mótið er bæði talið vera og er markaðsett á þann hátt að leikmenn liðana verði stjörnur landsliðsins. Leikmenn eins og Mesut Özil, Klaas Jan Huntelaar, Luís Figo og Petr Čech hófu allir landsliðsframa sinn í þessu móti.

Þjóðverjar eru núverandi meistarar, eftir að hafa sigrað Englendinga 4-0 árið 2009. Næsta mót fer fram í Danmörku árið 2011.

Sigurvegarar

breyta
Ár Mótshaldari Sigurvegari Markatala Silfurlið
1978 N/A   Júgóslavía 1–0 / 4–4
5–4
  Austur-Þýskaland
1980 N/A   Sovétríkin 0–0 / 1–0
1–0
  Austur-Þýskaland
1982 N/A   England 3–1 / 2–3
5–4
  Vestur-Þýskaland
1984 N/A   England 1–0 / 2–0
3–0
  Spánn
1986 N/A   Spánn 1–2 / 2–1
3–3
  Ítalía
1988 N/A   Frakkland 0–0 / 3–0
3–0
  Grikkland
1990 N/A   Sovétríkin 4–2 / 3–1
7–3
  Júgóslavía
1992 N/A   Ítalía 2–0 / 0–1
2–1
  Svíþjóð
1994   Frakkland   Ítalía 1–0   Portúgal
1996   Spánn   Ítalía 1–1
(4–2)
  Spánn
1998   Rúmenía   Spánn 1–0   Grikkland
2000   Slóvakía   Ítalía 2–1   Tékkland
2002   Sviss   Tékkland 0–0
(3–1)
  Frakkland
2004   Þýskaland   Ítalía 3–0   Serbía og svartfjallaland
2006   Portúgal   Holland 3–0   Úkraína
2007   Holland   Holland 4–1   Serbía
2009   Svíþjóð   Þýskaland 4–0   England
2011   Danmörk
2013   Ísrael

Heimildir

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „UEFA European Under-21 Football Championship“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. júní 2011.