Evrópumeistaramót undir 21 árs karla í knattspyrnu
Evrópumeistaramót undir 21 árs karla í knattspyrnu er fótboltakeppni skipulögð af Knattspyrnusambandi Evrópu. Mótið er haldið á tveggja ára fresti og hefur verið til í núverandi mynd frá 1978. Fyrir stofnun þess var útsláttarkeppni undir 23 ára frá 1967 til 1970 og meistaramót undir 23 ára frá 1972 til 1976.
Aldurstakmark mótsins var lækkað niður í 21 ár fyrir meistaramótið 1978. Til þess að vera gildur leikmaður í mótinu þurfa leikmenn að vera á 21 aldursári eða yngri, en fyrir árið 2009 var leyft að leikmenn mættu vera á milli 21 árs og 23 ára í riðlakeppni mótsins.
Mótherjar liða í mótinu eru frá sama landi og landsliðið keppir við. Undantekning á þessari reglu var árið 2006-2007 þegar keppnin var í styttra lagi.
Mótið er bæði talið vera og er markaðsett á þann hátt að leikmenn liðana verði stjörnur landsliðsins. Leikmenn eins og Mesut Özil, Klaas Jan Huntelaar, Luís Figo og Petr Čech hófu allir landsliðsframa sinn í þessu móti.
Þjóðverjar eru núverandi meistarar, eftir að hafa sigrað Englendinga 4-0 árið 2009. Næsta mót fer fram í Danmörku árið 2011.
Sigurvegarar
breytaÁr | Mótshaldari | Sigurvegari | Markatala | Silfurlið |
---|---|---|---|---|
1978 | N/A | Júgóslavía | 1–0 / 4–4 5–4 |
Austur-Þýskaland |
1980 | N/A | Sovétríkin | 0–0 / 1–0 1–0 |
Austur-Þýskaland |
1982 | N/A | England | 3–1 / 2–3 5–4 |
Vestur-Þýskaland |
1984 | N/A | England | 1–0 / 2–0 3–0 |
Spánn |
1986 | N/A | Spánn | 1–2 / 2–1 3–3 |
Ítalía |
1988 | N/A | Frakkland | 0–0 / 3–0 3–0 |
Grikkland |
1990 | N/A | Sovétríkin | 4–2 / 3–1 7–3 |
Júgóslavía |
1992 | N/A | Ítalía | 2–0 / 0–1 2–1 |
Svíþjóð |
1994 | Frakkland | Ítalía | 1–0 | Portúgal |
1996 | Spánn | Ítalía | 1–1 (4–2) |
Spánn |
1998 | Rúmenía | Spánn | 1–0 | Grikkland |
2000 | Slóvakía | Ítalía | 2–1 | Tékkland |
2002 | Sviss | Tékkland | 0–0 (3–1) |
Frakkland |
2004 | Þýskaland | Ítalía | 3–0 | Serbía og svartfjallaland |
2006 | Portúgal | Holland | 3–0 | Úkraína |
2007 | Holland | Holland | 4–1 | Serbía |
2009 | Svíþjóð | Þýskaland | 4–0 | England |
2011 | Danmörk | |||
2013 | Ísrael |
Heimildir
breytaFyrirmynd greinarinnar var „UEFA European Under-21 Football Championship“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. júní 2011.