Ríkisstjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks 1995 – 2007

(Endurbeint frá Einkavæðingarstjórn)

Ríkisstjórnir Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks 1995 – 2007 voru stjórnarsamband á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sem myndaðist eftir Alþingiskosningarnar 1995 og lauk eftir kosningarnar 2007. Á tíma stjórnanna var mikil umbreyting í íslensku efnahagslífi og voru mörg ríkisfyrirtæki einkavædd. Eftir bankahrunið á Íslandi haustið 2008 og efnhagskreppuna sem fylgdi í kjölfarið var þessum ríkisstjórnum oft um kennt.

George Bush og Davíð Oddsson í Hvíta húsinu í júlí 2004

Var ákveðið að ráðast í frekari skattalækkanir, og er tekjuskattur fyrirtækja nú 18%, eignarskattur hefur verið felldur niður og erfðaskattur stórlega lækkaður. Tekjuskattur einstaklinga hefur einnig verið lækkaður, en á móti hefur komið, að útsvar, sem rennur til sveitarfélaga, hefur hækkað. Vegna bættra kjara greiddu fleiri tekjuskatt en áður.

Ríkistjórnin beitti sér vorið 2004 fyrir frumvarpi, sem setti hömlur við eignarhaldi stórfyrirtækja á fjölmiðlum og samþjöppun eignarhalds. Fjölmiðlafrumvarpið svonefnda var mjög umdeilt, enda blasti við að það myndi aðallega bitna á Norðurljósum hf. Frumvarpið var samþykkt eftir talsverðar breytingar sumarið 2004. En forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synjaði frumvarpinu staðfestingar og var það í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins að forseti synjaði frumvarpi frá Alþingi staðfestingar. Eftir nokkurt þóf samþykkti Alþingi að taka frumvarpið aftur, og varð því ekki úr þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarpið. Skömmu eftir þessar málalyktir greindist Davíð með krabbamein í nýrum og hálsi, en hann náði fullum bata og tók við stöðu utanríkisráðherra haustið 2004, er Halldór Ásgrímsson tók við forsætisráðuneytinu.

Stjórnarmyndanir

breyta

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hélt meirihluta sínum í kosningunum 1995, en aðeins með eins manns meirihluta. Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, og varð Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, utanríkisráðherra. Sjálfstæðisflokkurinn bætti við sig fylgi í þingkosningunum 1999, þótt hann hefði haft stjórnarforystu í átta ár. Í kosningunum vorið 2003 tapaði Sjálfstæðisflokkurinn talsverðu fylgi. Þrátt fyrir það hélt ríkisstjórnin þingmeirihluta sínum, og sömdu stjórnarflokkarnir um að halda samstarfi sínu áfram, og tæki Halldór Ásgrímsson við stöðu forsætisráðherra eftir eitt og hálft ár.

Davíð sagði á blaðamannafundi sumarið 1995, að kreppu síðustu ára væri lokið og góðæri tekið við. Við tók mikill vöxtur í atvinnulífinu næstu ár. Einnig voru tveir ríkisbankar seldir, Búnaðarbankinn og Landsbankinn, og mörg önnur opinber fyrirtæki. Sala bankanna sætti nokkurri gagnrýni, aðallega vegna þess að kaupendur Búnaðarbankans voru taldir tengjast Framsóknarflokknum. Sérstök skýrsla ríkisendurskoðanda, embætti sem skipað er af Alþingi, komst að þeirri niðurstöðu að ekkert væri óeðlilegt við kaupin. Síðar kom í ljós að kaupendur hefðu ekki boðið hæst í bankann. Meðal hinna verka ríkistjórna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks undir forustu Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar má nefna: Tjáningafrelsi komið inn í ríkistjórnina í stað prentfrelsis. Símnúmarakerfi landsins var samræmt með 7-tölustöfum og gjaldskrá símtala í fastlínukerfi var samræmd. Æviráðningar opinberrastarfsmanna voru afnumdar. Boðið var upp á nám til stúdentsprófs sem tæki skemmri tíma en 4 ár. Bryddað var upp á degi íslenskrar tungu. Norðurál tók til starfa á Grundartanga í Hvalfirði 1998. Póstur og Sími voru aðskildir í Landssímann og Íslandspóst og Almenningi gefinn kostur á að kaupa hlutabréf í Landssímanum. Almenningi var gefinn kostur á að skrá sig fyrir hlutabréfum sem ríkið hafði farið með í fyrirtækjum s.s. Landsbanka Íslands, Búnaðarbankanum, Járnblendifélaginu, Fjárfestingabanka Atvinnulífsins, sem var mindaður með sameiningu nokkurra sjóða sem höfðu lánað fé hver til síns geira atvinnulífsins. Búið var í haginn fyrir farsímavæðingu landsmanna. Netvæðing landsins hófst. Reikningsskil ríkisins voru færð til þess sem þekkist hjá fyrirtækjum og skattar voru einnig lækkaðir. Skattar voru lækkaðir. Ríkisstjórn Íslands með Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson í forystu, ákvað að styðja innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003.

Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar

breyta

Ráðuneyti Davíðs Oddssonar sat frá 23. apríl 1995 til 15. september 2004.

Ráðherrar í annarri ríkisstjórn Davíðs Oddssonar

breyta
Forsætis Hagstofan Utanríkis Fjármála Sjávarútvegs Dóms Iðnaðar
og Viðskipta
Heilbrigðis Mennta Landbúnaðar Samgöngu Félags Umhverfis
23. apríl 1995 Davíð Oddsson Halldór Ásgrímsson Friðrik Sophusson Þorsteinn Pálsson Finnur Ingólfsson Ingibjörg Pálmadóttir Björn Bjarnason Guðmundur Bjarnason Halldór Blöndal Páll Pétursson Guðmundur Bjarnason
1996
1997
1998
16. apríl 1998 Geir H. Haarde
1999
11. maí 1999 DO
28. maí 1999 Árni M. Mathiesen Sólveig Pétursdóttir Guðni Ágústsson Sturla Böðvarsson Siv Friðleifsdóttir
31. desember 1999 Valgerður Sverrisdóttir
2000
2001
14. apríl 2001 Jón Kristjánsson
2002
2. mars 2002 Tómas Ingi Olrich
2003
23. maí 2003 Björn Bjarnason Árni Magnússon
31. desember 2003 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
15. september 2004

[heimild vantar]

Tenglar

breyta


Fyrirrennari:
Viðeyjarstjórnin
Ríkisstjórn Íslands
(23. apríl 199515. september 2004)
Eftirmaður:
Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar