Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar

(Endurbeint frá Viðeyjarstjórnin)

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar (stundum kallað Viðeyjarstjórnin) var ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sem sat við völd á Íslandi frá 1991 til 1995. Viðeyjarstjórnin fékk nafn sitt af því að Davíð Oddsson bauð Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra til stjórnarmyndunarviðræðna út í Viðey að loknum Alþingiskosningum 20. apríl 1991. Þegar Steingrímur Hermannsson baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt 23. apríl 1991 fékk Davíð Oddsson stjórnarmyndunarumboðið. Viðeyjarstjórnin tók við völdum 30. apríl 1991.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson var utanríkisráðherra. Salome Þorkelsdóttir var forseti Alþingis. Viðeyjarstjórnin sat eitt kjörtímabil.

Ýmsir töluðu um nýja viðreisnarstjórn þegar Viðeyjarstjórnin var mynduð þar sem sömu flokkar áttu hlut að máli í bæði skiptin.

Ísland gerðist aðili að EES í tíð Viðeyjarstjórnarinnar. Stjórnarskrá Lýðveldisins var breytt með þeim hætti mannréttindi voru betur fest í sessi. Stjórnsýslulög með andmælarétti og jafnræðisreglu samþykkt. Virðisaukaskattur á matvælum var lækkaður úr 24,5% í 14%. Ísland gerðist aðili að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Íslensk skip hófu að veiða á fjarlægum miðum, úthafsveiðar, í umtalsverðumagni á nýjan leik.

Ráðherrar og ráðuneyti

breyta
Ráðherra frá Forsætis Hagstofa Utanríkis Fjármála Sjávarútvegs Dóms Iðnaðar Viðskipta Heilbrigð Mennta Landbún Samgöngu Félags Umhverfis
30. apríl
1991
Davíð Oddsson (D) Jón Baldvin Hannibalsson (A) Friðrik Sophusson (D) Þorsteinn Pálsson (D) Jón Sigurðsson (A) Sighvatur Björgvinsson (A) Ólafur G. Einarsson (D) Halldór Blöndal (D) Jóhanna Sigurðardóttir (A) Eiður Guðnasson (A)
14. júní
1993
Sighvatur Björgvinsson (A) Guðmundur Árni Stefánsson (A) Össur Skarphéðinsson (A)
24. júní
1994
Sighvatur Björgvinsson (A) Guðmundur Árni Stefánsson (A)
12. nóvember
1994
Rannveig Guðmundsdóttir (A)