Örn Elías Guðmundsson, fæddur 4. september 1976, ættaður frá Ísafirði og Bolungarvík er betur þekktur sem Mugison.

Mugison á tónleikum

Mugison fór til útlanda að læra upptökur ungur að aldri en þegar hann kom heim tók hann upp fyrstu plötuna sína, Lonely Mountain, heima í herbergi sínu. Platan kom út og þótti afbragðs verk og var gefin út á Íslandi og víða í Evrópu. Í kjölfarið var Mugison fenginn til að gera tónlist við kvikmynd Friðriks Þórs, Niceland. Hann sló ekki slöku við og gerði tónlistina við Niceland ásamt því að taka upp aðra breiðskífu sína, Mugimama, is this monkey music? sem vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 sem poppplata ársins og var lagið Murr Murr valið besta lag ásamt því að Mugison var tilnefndur sem besti söngvari og besti flytjandi ársins.

Þriðja plata Mugison kom út árið 2005 og heitir A Little Trip to Heaven, gerð við samnefnda kvikmynd Baltasars Kormáks. Sama ár spilaði hann á Hróarskelduhátíðinni.

Mugison og Papamug hafa séð um tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður síðastliðin ár. Aldrei fór ég suður er einnig nefnd Rokkhátíð alþýðunnar þar flytja tónlist sína ýmsar hljómsveitir, þekktar sem óþekktar. Mugison lék á færeysku tónlistarhátíðinni G! Festival 2006.

Nýjasta verk Mugison er hljómplatan Haglél (2011) en Fríkirkjan var höfð undir frábæra útgáfutónleika plötunnar þar sem að fullt var út úr húsi og tónleikagestum var skemmt undir hnitmiðuðum bröndurum frá Erni, einnig gleymdi hann textanum í miðju lagi en það reddaðist með góðu móti, hann fékk einfaldlega lánaðan textabækling frá gest úr salnum og hélt svo ótrauður áfram. Fjallabræður gengu svo inn eftir kirkjugólfinu fyrir seinasta lagið og tókst það verulega vel, gekk svo Örn sjálfur út eins og píslarvottur eftir kirkjugólfinu.

HljómplöturBreyta

 
Mugison í Árósum 2015
Ljósmynd Hreinn Gudlaugsson

GalleryBreyta

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist