Mugison
Örn Elías Guðmundsson (f. 4. september 1976), best þekktur sem Mugison, er íslenskur tónlistarmaður ættaður frá Ísafirði og Bolungarvík á Vestfjörðum.
Mugison | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Örn Elías Guðmundsson 4. september 1976 Reykjavík[1], Íslandi |
Störf | Tónskáld, söngvari, gítarleikari |
Ár virkur | 1993–í dag |
Maki | Rúna Esradóttir |
Börn | 2 |
Stefnur | |
Hljóðfæri | |
Samvinna | |
Áður meðlimur í |
|
Vefsíða | www |
Mugison fór utan að læra upptökur ungur að aldri en þegar hann kom heim tók hann upp fyrstu plötuna sína, Lonely Mountain, heima í herbergi sínu. Platan kom út og þótti afbragðs verk og var gefin út á Íslandi og víða í Evrópu. Í kjölfarið var Mugison fenginn til að gera tónlist við kvikmynd Friðriks Þórs, Niceland. Hann sló ekki slöku við og gerði tónlistina við Niceland ásamt því að taka upp aðra breiðskífu sína, Mugimama, is this monkey music? sem vann til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 sem poppplata ársins og var lagið Murr Murr valið besta lag ásamt því að Mugison var tilnefndur sem besti söngvari og besti flytjandi ársins.
Þriðja plata Mugison kom út árið 2005 og heitir A Little Trip to Heaven, gerð við samnefnda kvikmynd Baltasars Kormáks. Sama ár spilaði hann á Hróarskelduhátíðinni.
Mugison ásamt föður sínum Guðmundi Kristjánssyni sem stundum er kallaður er Papamug hafa séð um tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður frá stofnun hennar árið 2004. Mugison lék á færeysku tónlistarhátíðinni G! Festival árið 2006.
Platan Haglél (2011) naut mikilla vinsælda.
Hljóðritaskrá
breytaBreiðskífur
breyta- 2003: Lonley Mountain
- 2004: Niceland (soundtrack)
- 2004: Mugimama, is this monkey music?
- 2005: Little trip
- 2007: Mugiboogie
- 2011: Haglél
- 2016: Enjoy
- 2023: É Dúdda Mía
Safnplötur
breyta- 2009: Ítrekun/Reminder