Margrét Helga Jóhannsdóttir
íslensk leikkona
Margrét Helga Jóhannsdóttir (fædd 4. maí 1940) er íslensk leikkona. Hún útskrifaðist úr leiklistarskóla Þjóðleikhússins árið 1967. Hún lék fyrst nokkur hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu. Árið 1972 fór hún yfir til LR í Iðnó. Margrét hefur leikið í fjórum verkum Kjartans Ragnarssonar sem öll voru sýnd oftar en 200 sinnum. Í Borgarleikhúsinu hefur hún leikið í fjöldra sýninga þar á meðal í Sigrún Ástrós og Chicago. Hún hefur leikið í ótal útvarpsleikritum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Margrét fékk Edduna fyrir hlutverk sitt í Englum alheimsins, tilnefningu fyrir Börn og var útnefndur Bæjarlistamaður Seltjarnarness árið 2004.