Sigtið
Sigtið er íslenskur gamanþáttur sem sýndur var á SkjáEinum árið 2006. Fyrri þáttaröðin var sýnd á vormánuðum en seinni þáttaröðin á haustmánuðum. Að Sigtinu standa Friðrik Friðriksson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason og Ragnar Hansson sem leikstýrir þáttunum. Þeir þrír fyrrnefndu fara með nánast öll hlutverk í fyrri þáttaröðinni en í seinni þáttaröðinni fá þeir til liðs við sig fleiri aukaleikara. Aðalpersóna Sigtisins er Frímann Gunnarsson, leikinn af Gunnari Hanssyni, misheppnaður sjónvarpsmaður sem er fullviss um sitt eigið ágæti.
Sigtið | |
---|---|
Tegund | Gamanþáttur |
Handrit | Friðrik Friðriksson Gunnar Hansson Halldór Gylfason Ragnar Hansson |
Leikarar | Friðrik Friðriksson Gunnar Hansson Halldór Gylfason |
Upprunaland | Ísland |
Frummál | Íslenska |
Fjöldi þáttaraða | 2 |
Fjöldi þátta | 16 |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | Skjár Einn |
Höfundar tónlistarinnar í Sigtinu eru Birgir Ísleifur Gunnarsson og Árni Rúnar Hlöðversson .
Með Frímanni Gunnarssyni
breytaÍ fyrri þáttaröðinni sér Frímann Gunnarsson um þáttinn Sigtið. Þar tekur hann fyrir ýmis málefni t.a.m. dauðann, glæp og refsingu, fordóma og listamenn. Upprunalega átti Sigtið að vera þrískiptur fréttaskýringaþáttur þar sem Frímann væri aðeins einn þriðji þáttarins ásamt þeim Grétari Boga Halldórssyni og Páli Bjarna Friðrikssyni. Frá því var horfið en þeir Grétar og Páll koma þó reglulega fyrir, sér í lagi í seinni þáttaröðinni. Með Frímanni Gunnarssyni kom út á DVD fyrir jólin 2006.
Án Frímanns Gunnarssonar
breytaÍ annarri þáttaröð fær Frímann þá flugu í höfuðið að skrifa bók, til þess að fá ró fer hann í vita úti á landi til frænda Grétars Boga, Vals vitavarðar. Þetta verður til þess að Frímann glatar Sigtinu í hendurnar á Páli Bjarna. Í kjölfari af því lendir Frímann í ýmsum ævintýrum, bæði til þess að reyna að fá bókina sína útgefna og til að komast aftur að með sjónvarpsþátt. Auk þess fer Frímann að kenna við Háskóla Íslands, setur upp leikrit og passar börn svo eitthvað sé nefnt. Án Frímanns Gunnarssonar kom út á DVD í nóvember 2007.
Glitnir
breytaFrímann Gunnarsson kom fram í auglýsingum fyrir Reykjavíkurmaraþon Glitnis sumarið 2007. Auglýsingarnar snerust um undirbúning Frímanns fyrir maraþonið, undirbúningurinn snerist um flest annað en að hlaupa eins og Frímanns er von og vísa.
Persónur og leikendur
breytaListi yfir allar persónur í Sigtinu, flokkaðar eftir þáttaröðum og leikurum (ath. að þeir leikarar sem koma fram sem þeir sjálfir eru ekki á listanum):
Þáttaröð 1
breytaGunnar Hansson: Frímann Gunnarsson – þáttarstjórnandi, Olf Dortemeier – þýskur listamaður, Einar Stefán Ölvisson – áráttusjúklingur, Halldór Karlsson – læknir, Jón Trausti Þórsson – goti og kennari
Halldór Gylfason: Grétar Bogi Halldórsson – fréttamaður, Kári Brandsson – tónlistarmaður, Már – listamaður, Brandur Árnason – geðlæknir, faðir Kára Brands og Steins Finns, Gunnar Alfreðsson – þráhyggjusúklingur, Tanja Líf – skálduð persóna, Karl ,,Kralli” Þórhallsson – trúður og leigubílstjóri, Hjalti Karlsson – sálfræðingur, Jens Parmes – sjúklingur (dauðvona), Davíð Baldursson – kaþólikki, Ólafur – bakari, Böðvar Bjarni Þorkelsson – framleiðandi, Baldur Traustason – nemi og tilsjónarmaður, Finnur Örn Antonsson – stílisti, Ómar Bragason – framleiðandi
Friðrik Friðriksson: Páll Bjarni Friðriksson - fréttamaður, Jon Jon Jonsson – listfræðingur, Steinn Finnur Brandsson – listamaður, Hans Kristiansen – danskur listamaður, Natan Jónsson – þráhyggjusjúklingur, Zóphonías Bennet – tilsjónarmaður Gunnars, Sigurður Karlsson – sálfræðingur, Úlfur Dagsson – þunglyndissjúklingur, útvarpsmaður, Magnús Pétursson – sjúklingur Hjalta, Teitur Berg – miðill, Kristján Harðarson – kjötkúlnagerðarmaður, Viðar Olgeirsson – fyrrum handrukkari, núverandi eðalvagnaekill, Jón Brynjar Stephenssen – rannsóknarlögreglumaður, Sigurður Ragnarsson – hreyfihamlaður, Seli Magg – þáttarstjórnandi, Carlos Carillas – spánverji, Sigurjón Linnet – stílisti, Albert Egilsson – vínsérfræðingur, Neil – breti, fyrrum skólafélagi Frímanns
Aðrir
- Stewart Broadhurst – blökkumaður / leikinn af Peter Anderson
- Hlynur Geirsson – klippari / leikinn af Hauki M
Þáttaröð 2
breytaGunnar Hansson: Frímann Gunnarsson - altmuligtmaður, Rúni Sökker – flippskúnkur
Halldór Gylfason: Grétar Bogi Halldórsson - blaðamaður og hjálparhella Frímanns, Þorsteinn – sjómaður, hittir Frímann í söluturni, Oddvar "Dj. Ákni" Óskarsson – plötusnúður, Trausti Örn – kennari við H.Í., Tumi – nemandi í fjölmiðlaáfanga Frímanns í H.Í., Leikhússtjórinn, Ómar Bragason – sjónvarpsstjóri Fréttastöðvarinnar, Gussi Dreifari - flippskúnkur
Friðrik Friðriksson: Valur – vitavörður, frændi Grétars Boga, Benni – afgreiðslumaður í söluturni, Jón Alansson – deildarstjóri félagsvísindadeildar H.Í., Atli – nemandi í fjölmiðlaáfanga Frímanns í H.Í., Elmar Róbertsson – myndatökumaður hjá Sigtinu, Úlfur Dax - flippskúnkur (Úlfur Dagsson undir nýju nafni), Símon Ólafsson – læknir sem annast Frímann, Stefnir – leikstjóri, Daði Hafliðason – tískumógúll, Gestur – gestur í karlapartýi Frímanns
Dóra Jóhannsdóttir: Gígja – ritari á skrifstofu rithöfundasambandsins, Karólína – umsjónarkona spurningakeppni grunnskóla Reykjavíkur, Steinunn – kennari við H.Í., Katrín – nemandi við H.Í., Hjördís – eiginkona Elmars Róbertssonar, starfsmaður í sæðisbanka
Aðrir
- Pálmar – ungur rithöfundur / leikinn af Gylfa Halldórssyni
- Erla – bókaútgefandi, kærasta Grétars Boga / leikin af Helgu Brögu Jónsdóttur
- Anna Sveinsdóttir – nemandi í fjölmiðlaáfanga Frímanns í H.Í., unnusta Frímanns / leikin af Álfrúnu Örnólfsdóttur
- Jóhannes – nemandi í fjölmiðlaáfanga Frímanns í H.Í. / nafn leikara vantar
- Tómas Sindri – yngri sonur Grétars Boga / nafn leikara vantar
- Arnar Áki – eldri sonur Grétars Boga / nafn leikara vantar
- Óskar – starfsmaður Fréttastöðvarinnar / nafn leikara vantar
- Siggi – starfsmaður Fréttastöðvarinnar / nafn leikara vantar
- Steinn Backman - umsjónarmaður Listalestarinnar / leikinn af Birgi Ísleifi Gunnarssyni
Aukaleikarar
breytaMargir aukaleikarar koma fram í þáttaröð tvö, m.a.:
Yfirlit yfir þætti Sigtisins
breytaÞáttaröð eitt
breyta- Listamaðurinn; Fjallar um listamanninn Stein Finn Brandsson bróðir hins þekkta tónlistarmanns Kára Brands.
- Þráhyggjur og áráttur; Í þættinum hittir Frímann nokkra sjúklinga Brands Árnasonar, m.a. snertifíkil og lygafíkil.
- Í skugga trúðsins; Frímann ræðir við syni Kralla Trúðs, tveir þeirra hafa tekið arfleið Kralla inn í störf sín sem sálfræðingur og læknir, en sá þriðji hefur aðra skoðun á þeim gamla.
- Dauðinn; Frímann er við dauðans dyr eftir að hafa kafnað á kjötkúlu Kristjáns, ræðir m.a. við miðil.
- Glæpur og refsing; Frímann kannar undirheimanna, ræðir við fyrrum handrukkara og hann, ásamt Grétari Boga, aðgætir hversu erfitt það sé að smygla eiturlyfjum til landsins.
- Fordómar; Fordóma þarf að uppræta, Frímann gerir sitt besta til þess að minnka fáfræðina sem veldur fordómum, m.a. með því að kynna sér hvernig það er að vera í hjólastól.
- Líf og stíll; Gott Design söng Kári brands eitt sinn. Frímann eyðir degi með smekkmönnunnum Finna og Sjonna og kynnist góðri hönnun.
- ...Með Frímanni Gunnarssyni; þarna er Sigtinu beint að Sigtinu sjálfu, Grétar Bogi fjallar um smekkmanninn Frímann Gunnarsson.
Þáttaröð tvö
breyta- Vitinn; Frímann hyggur á að gefa út bók. Til að fá næði fyrir skrifin fer hann í vita úti á landi þar sem hann hittir fyrir furðufuglinn Val vitavörð. Fjarvera hans frá sjónvarpsþættinum verður til þess að hann missir hann í hendurnar á Páli Bjarna.
- Háskólinn; Frímann beitir brögðum til þess að koma sér að sem kennara í fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands.
- Börn; Frímann telur að honum verði ókleift að eignast börn í framtíðinni. Þetta veldur miklu fjaðrafoki í lífi Frímanns sérstaklega vegna þess að átrúnaðargoð hans, tónlistarmaðurinn Kári Brands, hefur nýlega eignast barn.
- Fórnarlambið; Frímann reynir hvað eftir annað að ná sambandi við stöðvarstjóra til að fá nýjan sjónvarpsþátt. Endar það með því að Frímann treður sér inn í knattspyrnuleik og fer m.a í hár saman við Pál Bjarna.
- Sambandið; Séð og Heyrt birtir myndir sem gefa það til kynna að Frímann sé samkynhneigður. Frímann beitir ýmsum ráðum í tilraun sinni til þess að afsanna það.
- Listalestin; Eftir að skáldið Anton Garðar kemst ekki til þess að taka þátt í listalestinni býðst Frímanni að taka þátt í henni. Þar fer hann halloka fyrir Flippskunkunum sem verður til þess að Frímann reynir að höfða meira til ungu kynslóðarinnar.
- Viðurkenningin; Frímann fær loksins viðurkenningu fyrir sín góðu störf, eða hvað?
- Aukaþáttur. Leikritið; Frímanni tekst að fá leikhús til þess að setja upp leikrit sem hann skrifaði, „Inspectum Est Humanum“. Það gengur erfiðlega vegna þátttöku Frímanns í undirbúningi sýningarinnar og endar með ósköpum.
Fánýtur fróðleikur
breyta- Aðalpersónurnar þrjár, Frímann Gunnarsson, Grétar Bogi Halldórsson og Páll Bjarni Friðriksson, eru feðraðar af þeim sem þær leika. Frímann sonur Gunnars, Grétar sonur Halldórs og Páll sonur Friðriks.
- Þegar Sigtismenn komu fyrst að tali við SkjáEinn þá átti Sigtið að vera þáttur byggður á sjálfstæðum atriðum.
- Í fyrstu upptökum á Sigtinu klæðist Frímann jakkafötum sem þeir Gunnar og Ragnar fundu í fataskáp föður síns. Þeim var síðar skipt út fyrir lík föt úr Dressman.
- Persónan Frímann Gunnarsson varð til þegar þeir Gunnar og Ragnar gerðu auglýsingar fyrir golfverslunina Nevada Bob.
- Úlfur Dagsson, þunglyndissjúklingur sem kemur fram í þættinum „Í skugga trúðsins“ í fyrstu þáttaröðinni kemur aftur fyrir í annarri þáttaröð sem einn af flippskúnkunum í þættinum „Listalestin“. Þar kallar hann sig Úlfur Dax.
- Bæði skáldsagan sem Frímann og Valur skrifa og leikrit Frímanns, „Inspectum est Humanum“ innihalda persónur sem heita Patrick.
- Bæði smásagnasafn Frímanns, „Undir rós“ og skáldsagan áðurnefnda innihalda setninguna „Salamandran hugsar sig aldrei tvisvar um, henni vex bara nýtt skott þegar á reynir“.
- Upphaflega átti það að vera Gísli Marteinn Baldursson en ekki Páll Bjarni sem tæki við Sigtinu af Frímanni.
- Það er ekki gler í gleraugum Frímanns.
- Frímann er örvhentur.
Umsagnir um Sigtið
breytaUmsagnir um Sigtið, teknar af hulstri fyrstu þáttaraðar á DVD:
- „Loksins eitthvað skemmtilegt að horfa á“. — Jón Gnarr
- „Ég hafði nokkrar væntingar til þessa þáttar - og ég varð ekki fyrir vonbrigðum...“. — Dr. Gunni, DV
- „Þetta eru drullufínir þættir... frumlegt og fyndið og vel unnnið. Ég ætla að fylgjast með“. — Þorsteinn Guðmundsson
- „Ég er ekki frá því að þetta sé einn fyndnasti íslenski þátturinn síðan Fóstbræður voru og hétu... - Húrra fyrir Sigtismönnum!“ — Borghildur Gunnarsdóttir, Fréttablaðið
- „Fyrirtaks fínerí! Það er ekki í lagi heima hjá þeim! Ég hló og grét!“ — Sigurjón Kjartansson
Umsagnir um Sigtið, teknar af hulstri annarrar þáttaraðar á DVD:
- „Skerandi samtíma-afhjúpun, maður hlær milli þess sem manni hryllir við. Betra en Fóstbræður“. — Benedikt Erlingsson
- „Alger snilld. Mig langar að sofa hjá Frímanni Gunnarssyni“. — Pétur Jóhann Sigfússon
- „Sigtið er þriggja stiga karfa hvað fyndni varðar. Bjútífúl!“. — Hugleikur Dagsson
- „Það er þörf fyrir svona gott grín í íslensku samfélagi“. — Sveppi
- „Það er inspíererandi að horfa á Frímann. Ísland er ríkara að eiga slíkan þegn“. — Ólafur Stefánsson
- „Frábærir þættir, frumsamdir af nýtni og hagsýni. Frímann Gunnarsson er best lukkaði mislukkaði maður á landinu“. — Þórarinn Eldjárn