Þrakía (gríska: Θρᾴκη Þrake) var í fornöld heiti á ríki sem náði yfir mestan hluta þess sem nú er Búlgaría, norðausturhluti Grikklands og hluti Evrópuhluta Tyrklands auk austurhluta bæði núverandi Serbíu og Makedóníu. Þrakverjar tóku snemma upp siði nágranna sinna Grikkja, en voru álitnir barbarar af hinum síðarnefndu þar sem þeir töluðu ekki grísku sem móðurmál.

Kort sem sýnir Þrakíu í fornöld

Í dag er Þrakía heiti á landsvæði sem nær yfir suðurhluta Búlgaríu (Norður-Þrakía), norðausturhluta Grikklands (Vestur-Þrakía) og Evrópuhluta Tyrklands (Austur-Þrakía).

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.