Lorenz Peter Elfred Freuchen (20 febrúar 1886 – 2 september 1957) var danskur landkönnuður, rithöfundur, fréttamaður og mannfræðingur. Hann er helst þekktur fyrir hlut sinn í heimskautaleiðangri Knud Rasmussen (Thule leiðangurinn).

Peter Freuchen með gestum á Enehøje í Nakskov-firði
Peter Freuchen með þriðju konu sinni; Dagmar Cohn

Æviferill

breyta

Petar fæddist í Nykøbing Falster, Danmörku, sonur Anne Petrine Frederikke (Rasmussen; 1862–1945) og Lorentz Benzon Freuchen (1859–1927). Peter Freuchen var skírður í kirkju bæjarins.[1] Hann stundaði læknisfræði við Kaupnammahafnarháskóla um tíma[2], en fannst námið ekki eiga við sig.

Hann fór í sína fyrstu Grænlandsferð á árin 1906-08 sem næstyngsti meðlimur "Danmark-ekspeditionen" til norðaustur Grænlands. Þar var hann aðstoðarmaður Alfred Wegener.

Hann giftist þrisvar. Fyrsta kona (gift 1911) hans var Navarana Mequpaluk, en hún lést úr inflúensu 1921. Þau áttu saman tvö börn: Mequsaq Avataq Igimaqssusuktoranguapaluk (1916 - um. 1962) og Pipaluk Jette Tukuminguaq Kasaluk Palika Hager (1918–1999)[3]). Önnur kona hans var Magdalene Vang Lauridsen (1881–1960), dóttir Johannes Peter Lauridsen (1847-1920), dansks viðskiptamanns og forstjóra Danmarks Nationalbank. Þau giftust 1924 og skildu 1944 og varð ekki barna auðið. Þriðja kona hans (gift 1945) var Dagmar Cohn (1907–1991).[4]

Frá 1926 til 1940, átti Peter Freuchen eyjuna Enehoje í Nakskov Fjord. Á þessum tíma ritaði hann margar bækur og greinar. Eyjan hefur verið óbyggð síðan 2000 og er hluti af Nakskov-friðunarsvæðinu..[5][6]

Hann var einnig leiðbeinandi og handritshöfundur í myndum um heimskautasvæðin.

Í seinni heimsstyrjöldinni var hann virkur í dönsku andspyrnuhreyfingunni[7] og var á endanum handtekinn og dæmdur til dauða af nasistum. Honum tókst þó að flýja til Svíþjóðar og þaðan til Bandaríkjanna. Svo mjög var honum í nöp við kynþáttafordóma að hann þóttist vera af gyðingaættum ef einhver í félagsskapnum var talinn andsemitískur.[8][9]


Útgefin rit á íslensku

breyta

Auk þess eru enn fjöldi bóka eftir Peter óþýddar.

Tilvísanir

breyta
  1. Birth records of Nykøbing Falster parish, 1886. Kontraministerialbog, 1880 F - 1891 F, page 98, line 23: www.sa.dk/ao-soegesider/da/billedviser?bsid=154128#154128,25702324
  2. „Kaj Christian Svendlund/Anna Nielsen“. sml.dk. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. febrúar 2014. Sótt 21. ágúst 2019.
  3. „Vagrant Viking“. Time. time.com. 7. apríl 1958. Afrit af upprunalegu geymt þann ágúst 12, 2013. Sótt júní 30, 2021.
  4. „Dagmar Freuchen-Gale; Artist and Illustrator“. The New York Times. 22. mars 1991. Sótt 1. júní 2017.
  5. „Big Dane Tamed“. Time. 4. júlí 1938. Afrit af upprunalegu geymt þann júlí 21, 2013. Sótt júní 30, 2021.
  6. „Nakskov“. Naturstyrelsen. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. ágúst 2017. Sótt 1. júní 2017.
  7. Freuchen, Peter; David Goldsmith Loth; George Plimpton (2003). Peter Freuchen's Book of the Seven Seas. Globe Pequot. bls. 11–12. ISBN 1-59228-125-7.[óvirkur tengill]
  8. Bogen om Peter Freuchen, 1958 - Page 191: "Han var aldeles ikke jøde, hvilket han tilstod, da jeg gik ham nærmere på klingen. Men han proklamerede uforanderligt sin lidet underbyggede påstand om, at han var jøde, specielt hvis han havde nogen i selskabet mistænkt for antisemitisme." [1]
  9. Peter Freuchen, a Resurrected Viking, is a Danish Jew by Birth (Jewish Telegraphic Agency. December 20, 1934)

Tenglar

breyta