Alcoa
Alcoa, Inc. (NYSE: AA) er einn stærsti álframleiðendi heims með starfsstöðvar í 43 löndum víðsvegar um heiminn og um 131 þúsund starfsmenn. Fyrirtækið var stofnað árið 1888 og eru höfuðstöðvar þess í Pittsburgh í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum. Alcoa er eitt þeirra 30 fyrirtækja sem eru í Dow Jones-vísitölunni. Árið 2006 tilkynnti fyrirtækið methagnað upp á 160 miljarða króna, mesta hagnað fyrirtækisins í 118 ára sögu þess.[1]
Alcoa, Inc. | |
Rekstrarform | Hlutafélag |
---|---|
Stofnað | Pittsburgh, Pennsylvanía (1886) |
Staðsetning | New York-borg, Nýja Jórvík |
Lykilpersónur | Alain Belda |
Starfsemi | Ál |
Tekjur | US$30,4 milljarðar (2006) |
Hagnaður e. skatta | US$2,248 billjónir (2006) |
Starfsfólk | 59.000 |
Vefsíða | www.alcoa.com |
Sagan
breytaAlcoa var stofnað árið 1886 í kjölfar uppgvötunnar Charles Martin Hall árið 1886 sem, þá aðeins 23 ára gamall, fann leið til að bræða ál. Þetta gerði hann á sama tíma og Paul Héroult var að þróa samskonar vinnsluaðferð í Frakklandi. Aðferðin er nefnd eftir þeim, Hall-Héroult-aðferðin. Aðferð þeirra er enn í dag notuð við álframleiðslu.
Alcoa á Íslandi
breytaAlcoa rekur Alcoa-Fjarðaál á Íslandi, en álver fyrirtækisins á Reyðarfirði er fyrsta álverið sem Alcoa reisir í rúm 20 ár. Til þess að sjá álverinu fyrir orku hefur verið byggð Kárahnjúkavirkjun og hafa staðið miklar deilur um hana. Bókin Draumalandið - sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð sem kom út 2006 gagnrýnir bæði virkjunina og fyrirtækið Alcoa fyrir að framleiða hergögn. Þeim ásökunum vísaði fyrirtækið á bug á sínum tíma.[2]
Heimildir
breyta- ↑ „Methagnaður hjá Alcoa á nýliðnu ári“. Sótt 20. janúar 2007.
- ↑ „Segir Alcoa ekki framleiða hergögn“. Sótt 20. janúar 2007.
Tenglar
breyta- Vefur Alcoa
- Alcoa Defense Geymt 27 janúar 2007 í Wayback Machine
- Alcoa Fjarðaál sf.
Fjölmiðlar