Jóhannes Birkiland
íslenskur rithöfundur og skáld (1886-1961)
Jóhannes Birkiland (fæddur Jóhannes Stefánsson) (10. ágúst 1886 – 9. júlí 1961) var íslenskur rithöfundur og skáld. Hann er þekktastur fyrir bók sína Harmsaga ævi minnar: hvers vegna ég varð auðnuleysingi sem út kom árið 1945. Hann skrifaði einnig ljóð og tvær skáldsögur á ensku, The House of Seven Demons og Love and Pride. [1] [2]
Jóhannes fæddist á stórbýlinu Uppsölum í Blönduhlíð austan Héraðsvatna í Skagafirði. Foreldrar hans voru Stefán Sveinsson, bóndi að Uppsölum, næsta bæ við Bólu og Steinunn Lárusdóttir, ráðskona hans. Um hann orti Megas söngtextann Birkiland.
Verk Jóhannesar
breyta- Hálft annað ár úr lífi mínu - 1935
- Harmsaga ævi minnar: hvers vegna ég varð auðnuleysingi - 1945
- Heljarslóð - 1951
- Love and Pride - ????
- The House of Seven Demons - ????