Efsta deild karla í knattspyrnu 1916
Árið 1916 var Íslandsmótið í knattspyrnu haldið í fimmta skipti. Fram vann sinn fjórða titil. Þrjú lið tóku þátt; KR, Fram og Valur.
Úrslit mótsins
breytaSæti | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Fram | 2 | 1 | 1 | 0 | 4 | 3 | +1 | 3 | |
2 | KR | 2 | 0 | 2 | 0 | 5 | 5 | +0 | 2 | |
3 | Valur | 2 | 0 | 1 | 1 | 4 | 5 | -1 | 1 |
Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur
Töfluyfirlit
breytaAllir leikirnir voru spilaðir á Íþróttavellinum á Melunum
Úrslit (▼Heim., ►Úti) | |||
Fram | 2-2 | 2-1 | |
KR | 3-3 | ||
Valur |
13 mörk voru skoruð og gerir það 4,33 mörk í leik að meðaltali.
Framarar fögnuðu sigri á Íslandsmótinu eftir jafntefli gegn KR í lokaleik, enda efstir á stigum. KR-ingar mótmæltu og þegar farið var að rýna í reglurnar kom í ljós að sú krafa var gerð að sigurvegari á mótinu yrði að vinna í það minnsta tvo leiki. Því var efnt til aukaleiks milli Fram og KR.
Úrslitaleikur
breyta11. júlí 1916 | |||
Fram | 3 – 1 | KR | Íþróttavöllurinn á Melunum, Ísland Dómari: Egill Jacobsen[1] |
Magnús Björnsson | Leikskýrsla |
? |
Í meistaraliði Fram voru:
- Haukur Thors (M), Arreboe Clausen, Guðmundur Hersir, Ólafur Magnússon, Knútur Kristinsson, Geir H. Zoëga, Pétur Hoffmann Magnússon, Magnús Björnsson, Tryggvi Magnússon, Gunnar Halldórsson, Gunnar Thorsteinsson og Pétur Sigurðsson.
Fróðleikur
breyta- Fyrsta sjálfsmarkið á Íslandsmóti leit dagsins ljós í leik Vals og KR sem endaði 3-3.
- „Var það eiginlega slysni að Valur tapaði, fyrsta mark Reykjavíkur varð með þeim hætti að Valsmaður sparkaði knettinum í mark.“
- Magnús Björnsson, kantmaður Framara, spilaði meiddur í úrslitaleiknum gegn KR en skoraði engu að síður mark
Sigurvegari úrvalsdeildar 1916 |
---|
Fram 4. Titill |
Fyrir: Úrvalsdeild 1915 |
Úrvalsdeild | Eftir: Úrvalsdeild 1917 |
Tilvísanir og heimildir
breyta- ↑ Sigmundur Ó. Steinarsson (2011). 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu (fyrra bindi). KSÍ.