Valbjörn Þorláksson

Valbjörn Þorláksson) (f. 9. júní 1934; d. 3. desember 2009) var íslenskur frjálsíþróttamaður sem keppti í tugþraut og stangarstökki. Hann fór þrisvar á Ólympíuleikana; 1960, 1964 og 1968. Besti árangur hans á leiknunum var 1964 þegar hann náði 12. sæti. Árið 1968 varð hann hins vegar 26. í tugþraut. Hann var tvívegis kosinn íþróttamaður ársins, árin 1959 og 1964. Um tíma hélt hann heimsmetinu í hindrunarhlaupi fyrir yfir 45 ára sem var 15,1 sekúnda.

Hlekkur breyta