Scoresbysund

Þessi grein fjallar um fjörðin. Fjallað er um samnefnt þorp á greininni Ittoqqortoormiit.

Scoresbysund (eða Öllumlengri[1]) er lengsti fjörður í heimi, nær 350 km inn í austurströnd Grænlands. Við fjörðinn er bærinn Ittoqqortoormiit (sem nefnist Scoresbysund á dönsku). Fjörðurinn er að stærstum hluta í sveitarfélaginu Sermersooq, en lítill hluti hans er innan Þjóðgarðs Grænlands. Margar eyjar eru á firðinum og er sú stærsta Milne Land.

Við Scoresbysund.
Kort frá 19. öld af firðinum.

Scoresbysund er nefnt eftir skoska hvalveiðimanninum William Scoresby sem fyrstur Evrópumanna rannsakaði svæðið og gerði uppdrátt af því 1822.

TilvísanirBreyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.