Tobin-höfði (grænlenska: Uunarteq „sem maður brennir sig á“) er höfði við mynni Scoresby-sunds að norðanverðu og syðsti oddi Liverpool-lands. Á höfðanum er yfirgefið þorp sem er viðhaldið sem sumarhúsabyggð. Þorpið var eitt af þeim sem Ejnar Mikkelsen stóð fyrir að stofna við Scoresby-sund árið 1926. Þar voru veðurstöð og jarðskjálftamælar. Íbúar urðu flestir um 120, en þorpið var að mestu yfirgefið um miðjan 9. áratug 20. aldar. Á höfðanum er hver með 62˚C heitu vatni. Hverinn gefur frá sér helín sem stafar af náttúrulegu niðurbroti úrans í möttlinum og gæti mögulega fundist í vinnanlegu magni.[1]

Ísjaki utan við þorpið á Tobin-höfða.

William Scoresby nefndi höfðann eftir John Tobin sem var útgerðarmaður og kaupmaður í Liverpool. Á Tobin-höfða hafa fundist mikið af minjum eftir forneskimóa frá öllum stigum grænlenskrar fornmenningar, enda er Scoresby-vökin þar skammt undan landi.

Tilvísanir

breyta
  1. Thomas Abraham James (27. júní 2023). „Pulsar Helium's Tunu Project unleashes Greenland's untapped helium potential“.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.