Jules de Blosseville
Jules Poret de Blosseville (29. júlí 1802 – ágúst 1833) var franskur sjóliðsforingi, landfræðingur og landkönnuður. Hann tók þátt í rannsóknarleiðangri til Suður-Kyrrahafsins frá 1822 til 1825. Hann stýrði rannsóknarleiðangri til Norðurslóða og kom í þeirri ferð tvisvar til Íslands. Hann hvarf í ágúst 1833. Ekki er vitað um afdrif skips hans La Lilloise, það sást seinast á Önundarfirði 15. ágúst 1833. Næstu ár voru þrír leiðangrar gerðir til að finna Blosseville og þá 83 menn sem voru í áhöfn hans en afdrif skipsins eru ennþá ókunn. Blossevilleströnd á suðausturströnd Grænlands frá Kangerlussuaqfirði og Brewsterhorni er kennd við Blosseville landkönnuð.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Jules de Blosseville“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 15. september 2019.
- Fögur rithönd á íslensku embættisbréfi í safni franska flotans, Morgunblaðið, 27.03.1997