Jameson-land er stór skagi sem gengur inn í Scoresby-sund að norðanverðu. Jameson-land er stór rofslétta úr sandsteini frá Júratímabilinu sem hallar frá austri til vesturs. Vestan við Jameson-land er Hall-vík en austan megin skilja Hurry-fjörður og Carlsberg-fjörður það frá Liverpool-landi. Syðsti oddi skagans, við mynni Hurry-fjarðar, heitir Stewart-höfði. Þar eru kofar sem er viðhaldið sem sumarbyggð. Norðan við Jameson-land eru Stauning-alpar og Scoresby-land. Jameson-land er eina stóra undirlendið við Scoresby-sund og þar renna margar ár til sjávar á sumrin. Sléttan er fremur gróðursnauð en þar hafa fundist ummerki um mannabyggðir frá fornri tíð og horn af hreindýrum. Þar hafa líka fundist steingervingar frá síðtrías og árjúra.

Sandsteinsmyndanir á Jameson-landi.

Enski landkönnuðurinn William Scoresby nefndi skagann eftir skoska náttúrufræðingnum Robert Jameson.

Nerlerit Inaat-flugvöllur stendur á Jameson-landi við Hurry-fjörð.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.