Gæsaland
Gæsaland er stór skagi innarlega í Scoresby-sundi sem skilur á milli Fönfjarðar í norðri og Gæsafjarðar í suðri, sunnan við Milne-land. Danmerkurey liggur við austurenda Gæsalands, sem nefnist Gæsatangi (danska: Gåse Pynt). Skaginn einkennist af háum basaltfjöllum þar sem hæsti tindurinn er rúmlega 2000 metrar.[1] Hugsanlega á fyrsta stig hraunflæðisins sem myndaði flæðibasaltið á Austur-Grænlandi fyrir 50-60 milljón árum upptök sín á Gæsalandi.[2]
Carl Ryder gaf landinu þetta nafn af því þar er mikið af helsingja og heiðagæs.[3] Báðir firðirnir norðan og sunnan við Gæsaland eru mikilvægir veiðistaðir náhvala og þar er að finna kofa sem eru notaðir af íbúum Ittoqqortoormiit á sumrin.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Gåseland High Point“. Peakbagger.com. Sótt 7.8.2023.
- ↑ Rolf Stange. „The basalts of the Blosseville Coast“. Spitsbergen-Svalbard. Sótt 7.8.2023.
- ↑ Higgins, A. K. (2010). „Exploration history and place names of northern East Greenland“. GEUS Bulletin. 21: 187.