Ammassalik
Ammassalik er þéttbýlissvæði á austurströnd Grænlands í sveitarfélaginu Sermersooq. Árið 2005 voru samanlagt 3018 íbúar í Ammassalik, 1852 í aðalbyggðinni Tasiilaq og 1166 í byggðunum fimm, Kuummiit, Kulusuk, Tineteqilaaq, Sermiligaaq og Isortoq.
Air Greenland flýgur oft í viku til Kulusuk frá Kangerlussuaq (Søndre Strømfjord) og Nerlerit Inaat (Konstabel Pynt). Flugfélag Íslands flýgur einnig frá Reykjavík til Kulusuk.
Í Tasiilaq er Ammassalik-safnið til húsa í gömlu kirkjubyggingunni. Það var opnað 1990 og geymir minjar um mannlíf á Austur-Grænlandi.