Fálki (eða valur) (fræðiheiti: Falco rusticolus) er stór ránfugl í fálkaættkvíslinni sem heldur til í freðmýrum og fjalllendi sem og við strendur og eyjur á Norðurslóðum. Fálkar geta náð 60 cm lengd og vænghaf þeirra getur orðið 130 cm. Lögun og gerð vængja fálka gerir þeim kleift að fljúga óhemju hratt. Á miðöldum voru fálkar taldir fuglar konunga. Þeir eru notaðir í sérstaka íþrótt, fálkaveiðar, sem var áður fyrr nánast eingöngu stunduð af konungum og aðli og voru slíkir fálkar nefndir slagfálkar.

Fálki
Íslenskur fálki (Falco rusticolus islandicus)
Íslenskur fálki (Falco rusticolus islandicus)
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Fálkungar (Falconiformes)
Ætt: Fálkaætt (Falconidae)
Ættkvísl: Falco
Tegund:
F. rusticolus

Tvínefni
Falco rusticolus
Linnaeus, 1758
Útbreiðsla. Dökkgrænn litur eru staðfuglar.

Íslenski fálkinn (fræðiheiti: Falco rusticolus islandicus) er ein deilitegund fálka. Önnur deilitegund er hvítfálkinn (Falco rusticolus candicans) sem verpir meðal annars á Grænlandi.

Fálkar á Íslandi

breyta
 
Málverk af fálkum, hvítfálki í forgrunni
 
Falco rusticolus

Hann er staðfugl á Íslandi. Talið er að 300 - 400 pör af fálkum verpi á Íslandi. Aðalfæða fálka er rjúpur en hann veiðir einnig endur, svartfugla og vaðfugla. Erlendis lifa fálkar einnig á litlum nagdýrum svo sem læmingjum. Í árum sem lítið er um rjúpur fækkar fálkum. Kjörsvæði fálka eru opin svæði. Þeir gera ekki hreiður heldur verpa beint á klettasyllur og nota oft gamla hrafnslaupa. Fálkar verpa oftast 3–4 eggjum. Eggin eru 5 vikur að klekjast út og ungarnir eru 7 vikur í hreiðrinu. Eftir það annast foreldrarnir þá í 3 vikur í viðbót en svo verða þeir að bjarga sér sjálfir. Ungarnir flakka um landið þangað til þeir verða tveggja til fjögurra ára en þá setjast þeir að á eigin varpstað. Fullorðnir fálkar dveljast allt árið á óðali sínu. Talið er að allt að fjórðungur af Evrópustofni fálka verpi á Íslandi. Fálkar eru alfriðaðir á Íslandi. Náttúrufræðistofnun fylgist með stofnbreytingum fálka. Mælingar frá 2021 til 2024 sýndu að mikil fækkun var í stofninum. [1]

Annað nafn íslenska fálkans er valur. Mögulega kemur það nafn af upprunalegri merkingu þess orðs sem er vopndauði (sbr. að „liggja í valnum“, enda fálkinn mikið veiðidýr og liggur veiðibráð fálkans oftast í valnum.

Valur kemur líka fyrir í norrænni goðafræði, þar sem Freyja, vanadís og frjósemisgyðja, átti valsham, sem hún lánaði Loka þegar endurheimta þurfti Hamar Þórs, Mjölni, frá Þursum.

Samheiti

breyta

Fálkinn á sér mörg samheiti. Hann hefur t.d. verið nefndur fjörsungur, forseti, geirfálki (sem er gamalt heiti á fálkanum) og gollungur.

Sjá einnig

breyta

Heimildir

breyta
  • „Náttúrufræðistofnun - Fálkarannsóknir“. Sótt 4.mars 2006.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Gyrfalcon“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. mars 2006.

Tenglar

breyta
  1. Mikil fækkun fálka Ni.is