Þjóðgarður Grænlands
Þjóðgarður Grænlands, á grænlensku Nunap Eqqissisimatitap og dönsku Grønlands Nationalpark nær yfir allt norðaustur Grænland norðan við Ittoqqortoormiit, Scoresbysund. Garðurinn nær frá Knud Rasmussens-land í norðri til Meistaravíkur í suðaustri. Þetta er stærsti þjóðgarður í heimi og er að flatarmáli 970.000 km². Strandlengja hans er um 16.000 km og innan hans má, utan jökulskjaldarins, finna nyrstu landsvæði í heimi þar sem búið hefur verið. Nú býr þar enginn að staðaldri en áður bjó þar heimskautafólk í þúsundir ára þótt á milli kæmu aldalöng tímaskeið þar sem landið var óbyggt.
MannlífBreyta
Um 30 manns hafast við að staðaldri í þjóðgarðinum og eiga þeir um 110 hunda: [1] Geymt 2011-04-21 í Wayback Machine
- Daneborg (12), aðalstöð Sirius-sveitarinnar, þjóðgarðsverðir og hluti af sjóher Dana.
- Danmarkshavn (8), veðurathugunarstöð
- Station Nord (5), herstöð, útibú Sirius-sveitarinnar
- Meistaravík (2), herstöð, útibú Sirius-sveitarinnar
LífríkiBreyta
Áætlað er að á bilinu 5000 til 15.000 sauðnaut hafist við á strandsvæðunum í þjóðgarðinum auk fjölda ísbjarna og rostunga. Önnur spendýr eru meðal annars heimskautarefir, hreysikettir, læmingjar og pólhérar. Hreindýr mynduðu eigin undirtegund á Norðaustur-Grænlandi en þeim var útrýmt um aldamótin 1900. Úlfum var útrýmt um 1934, en þeir hafa á síðustu árum flutt sig aftur inn á svæðið. Af sjávarspendýrum innan þjóðgarðsins má nefna hringanóra, kampsel, vöðusel og blöðrusel auk náhvals og mjaldurs. Fuglategundir sem verpa á svæðinu eru fjölmargar, meðal annars himbrimi, helsingi, heiðagæs, æðarfugl, æðarkóngur, fálki, snæugla, sanderla, rjúpa og hrafn.
ÍtarefniBreyta
- Grønlandskort Geymt 2006-12-05 í Wayback Machine
- Østkystens hjemmeside Geymt 2007-02-11 í Wayback Machine
- Ittoqqortoormiit
- Fotos fra Nordøstgrønland Geymt 2007-02-07 í Wayback Machine
- Lokaliteter på Grønlands østkyst, mellem 75° 40'N og 78° 00'N Geymt 2007-03-11 í Wayback Machine
- Main park webpage Geymt 2006-04-22 í Wayback Machine
- Image gallery Geymt 2007-03-10 í Wayback Machine
- UN website on park Geymt 2007-03-11 í Wayback Machine