Hurry-fjörður (grænlenska: Kangerterajiva „litli fjörður“) er mjór fjörður sem gengur norður úr Scoresby-sundi og skilur á milli Liverpool-lands í austri og Jameson-lands í vestri. Fjörðurinn er um 40 km langur og aðeins 7 km breiður. Á norðvesturströnd fjarðarins er Nerlerit Inaat-flugvöllur.

Seglskútur í Hurry-firði í september 2023.

William Scoresby kortlagði fjörðinn fyrstur manna 1822 og nefndi hann eftir Nicholas Hurry, sem var eigandi skipsins hans, Baffin. Scoresby taldi að fjörðurinn gæti verið sund sem tengdist við Carlsberg-fjörð í norðri og að Liverpool-land væri eyja, en Carl Ryder afsannaði það í seinni leiðangri 1895.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.