Baltíka er sögulegt meginland sem myndaðist seint á Frumlífsöld og rann saman við Lárentíu um miðja Fornlífsöld. Fyrir 1,82 milljörðum ára var Baltíka hluti af risameginlandinu Kólumbíu og síðar Nenu, Ródiníu, Frumlárasíu og Pannótíu þar til hún varð sjálfstætt meginland fyrir um 550 milljón árum. Seint á Ordóvisíum rakst hún á Avaloníu og á Devontímabilinu rann hún saman við Lárentíu og myndaði hluta af risameginlandinu Evrameríku.

Kort sem sýnir staðsetningu meginlanda fyrir 550 milljón árum.

Þegar risameginlandið Pangea brotnaði upp á Júratímabilinu var Baltíka hluti af Lárasíu. Á Krítartímabilinu var hún hluti af Evrasíu.