Þoka
Veður |
Árstíðir |
Tempraða beltið |
Vor • Sumar • Haust • Vetur |
Hitabeltið |
Þurrkatími • Regntími |
Óveður |
Stormur • Fellibylur Skýstrokkur • Öskubylur |
Úrkoma |
Þoka • Súld • Rigning Slydda • Haglél • Snjókoma |
Viðfangsefni |
Veðurfræði • Veðurspá Loftslag • Loftmengun Hnattræn hlýnun • Ósonlagið Veðurhvolfið |
Þoka er heiti skýja (s.n. þokuskýja) sem ná niður á yfirborð jarðar. Þoka skiptist í meginatriðum eftir myndun í geislunarþoku og aðstreymisþoku. Þykkt þokunnar er sjaldan meiri en 100 m, en hún er stundum varla ökkladjúp og nefnist þá dalalæða.
Tegundir þoku
breytaDalalæða
breytaDalalæða[1] (eining nefnd kerlingarvella, útgeislunarþoka eða næturþoka) er þoka, sem myndast á kyrrum nóttum eftir hlýjan sólskinsdag, en er varla meira en mittisdjúp. Neðsta loftlagið kólnar niður fyrir daggarmark vegna útgeislunar og myndar þokuslæðu nálægt yfirborðinu. Sumstaðar á landinu er dalalæðan nefnd kerlingarlæða, láreykur og völsavilla.