Ittoqqortoormiit

Ittoqqortoormiitgrænlensku og Scoresbysund á dönsku) er þorp á Austur-Grænlandi í sveitarfélaginu Sermersooq með um 450 íbúa (2013). Þorpið er norðan við mynni fjarðarins Kangertittivaq sem á dönsku nefnist Scoresby sund.

Þorpið Ittoqqortoormiit séð frá sjó

Ittoqqortoormiit er mjög einangrað og aðeins er hægt að komast þangað sjóleiðina frá öðrum stöðum á Grænlandi yfir hásumartímann en annars einungis með þyrlu. Ittoqqortoormiit liggur að Þjóðgarði Grænlands sem er stærsti þjóðgarður heims og nær yfir 972.000 km².

SögubrotBreyta

Rústir og aðrar minjar vitna um að nálægt Ittoqqortoormiit hefur fólk haft búsetu um langan tíma þó hún hafi ekki verið órofin.

Scoresbysund er nefnt eftir skoska hvalveiðimanninum William Scoresby sem fyrstur Evrópumanna rannsakaði svæðið og gerði uppdrátt af því 1822. Grænlenska nafnið, Ittoqqortoormiit, þýðir „Stóra húsið“.

Þorpið Ittoqqortoormiit var stofnað 1925 að undirlagi dönsku ríkisstjórnarinnar. Voru þá 70 manns fluttir, sumir viljugir en aðrir nauðugir, frá Tasiilaq (Ammassalik) þangað sem þorpið var stofnað. Ástæðan var sú að norska ríkið undir forystu Quislings var farið að sýna Norðaustur-Grænlandi mikinn áhuga og hélt því fram að danska ríkið hefði einungis rétt til þeirra svæða á Grænlandi sem væru í byggð. Hinum nýju íbúum Ittoqqortoormiit líkaði þó fljótlega vistin vel því hér voru góð veiðisvæði, mikið af sel, rostungum, náhvölum, ísbjörnum og refum.

TengillBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


HeimildirBreyta