Haftyrðill
Haftyrðill (fræðiheiti: Alle alle) er smávaxinn svartfugl af svartfuglaætt og eini fuglinn af ættkvíslinni Alle.
Haftyrðill | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Haftyrðill (Alle alle)
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Alle alle (Linnaeus, 1758) |
Haftyrðillinn hefst við í björgum á daginn, flýgur á kvöldin til hafs í leit að æti, en snýr svo aftur í björgin á morgnana. Helsta æti haftyrðils er krabbadýr, en einnig allavega hryggleysingjar, eins og til dæmis blaðfætlur. Haftyrðillinn er á milli 19-21 sentimetrar að lengd.
Haftyrðillinn verpir sífellt norðar og verpti síðast á Íslandi árið 1995. Að líkindum er það vegna hlýnunar jarðar, en hann sækir í frekar köld svæði til varps og verpti síðast á Grímsey við Ísland.
Tenglar
breytaWikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Haftyrðill.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist haftyrðli.
Wikilífverur eru með efni sem tengist haftyrðli.