Nerlerit Inaat-flugvöllur
Nerlerit Inaat-flugvöllur eða Constable Point-flugvöllur (IATA: CNP, ICAO: BGCO) er lítill flugvöllur innst við Hurry-fjörð sem gengur inn af Scoresby-sundi á Austur-Grænlandi í sveitarfélaginu Sermersooq. Flugvöllurinn var upphaflega reistur af bandaríska olíufyrirtækinu ARCO árið 1985 í tengslum við olíuleit á Jameson-landi en fyrirtækið seldi Grænlandsstjórn flugvöllinn árið 1990. Air Greenland rekur þar þyrluþjónustu sem tengir flugvöllinn við þorpið Ittoqqortoormiit. Íslensku flugfélögin Norlandair og Icelandair hafa flogið leiguflug þangað.
Komið hefur til tals að flytja flugvöllinn á nýjan stað á milli Ittoqqortoormiit og Tobin-höfða á suðurströnd Liverpool-lands til að losna við rekstur þyrluþjónustunnar þegar Hurry-fjörður er ísilagður.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ „Øget trafik i Nationalparken“. Sermitsiaq (danska). 9. mars 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 3. júlí 2012. Sótt 17. maí 2010.