Austur-Grænlandsstraumurinn

Austur-Grænlandsstraumurinn er kaldur, seltulítill hafstraumur sem rennur úr Norður-Íshafi um Framsund suður með austurströnd GrænlandsHvarfi. Straumurinn ber kaldan sjó suður um Norðurhöf og Grænlandssund. Hann ber með sér 90% af þeim hafís sem berst úr Norður-Íshafi í Atlantshaf. Straumurinn skiptist í þrjú aðgreind lög: djúpsjó (neðsta lagið undir 1000 metrum), atlantssjó (miðlagið frá 150 að 1000 metrum) og pólsjó (efstu 150 metrarnir). Atlantssjórinn berst í Austur-Grænlandsstrauminn með Vestur-Svalbarðastraumnum í Framsundi og þar sem hann er saltríkari en pólsjórinn sekkur hann neðar í strauminn.

Straumar í norðvesturhluta Atlantshafs

Þar sem straumurinn mætir Jan Mayen-hryggnum á mörkum Grænlandshafs og Íslandshafs sveigir hluti djúpsjávarins frá og streymir til austurs inn í Grænlandshringstrauminn meðan efri lögin streyma óhindrað inn í Íslandshaf.