1603
ár
(Endurbeint frá MDCIII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1603 (MDCIII í rómverskum tölum) var ár sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en laugardegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- Veturinn var nefndur píningsvetur á Íslandi.
- 24. mars - Jakob 6. Skotakonungur, sonur Maríu Stúart, varð konungur Englands og Írlands undir heitinu Jakob 1. og þannig fyrstur til að sameina ríkin þrjú undir einum konungi.
- Apríl - Hugh O'Neill, jarl af Tyrone og leiðtogi írskra uppreisnarmanna gegn Tudor-ættinni, gafst upp fyrir Charles Blount.
- 19. maí - Leikhópur William Shakespeare, Lord Chamberlain's Men, fékk sérstakt leyfisbréf frá Jakobi konungi og nefndist eftir það King's Men.
- Ágúst - Karl hertogi tók sér konungsnafn yfir Svíþjóð sem Karl 9.
- 17. nóvember - Sir Walter Raleigh var dreginn fyrir rétt í Winchester-kastala ákærður fyrir þátttöku í Maine-samsærinu.
- 22. desember - Ahmed 1. varð soldán í Tyrkjaveldi.
Ódagsettir atburðir
breyta- Eldgos varð í Grímsvötnum.
- Tokugawa Ieyasu varð sjógun í Japan sem markar upphaf Jedótímabilsins í sögu Japans.
- Accademia dei Lincei var stofnuð í Corsini-höll í Róm.
- Jakob 1. var settur af sem keisari Eþíópíu og Za Dengel tók við.
- Uranometria, stjörnuatlas eftir Johann Bayer, kom út í Ágsborg í Þýskalandi.
- Karl hertogi stofnaði Gautaborg.
Fædd
breyta- 18. mars - Jóhann 4. Portúgalskonungur (d. 1656).
- 17. ágúst - Lennart Torstenson, sænskur herforingi (d. 1651).
- 15. september - Tokugawa Yorifusa, japanskur lávarður og níundi sonur Tokugawa Ieyasu.
- 21. desember - Roger Williams, enskur guðfræðingur (d. 1684).
- Abel Tasman, hollenskur landkönnuður (d. 1659).
Dáin
breyta- 23. febrúar - Andrea Cesalpino, ítalskur læknir, heimspekingur og grasafræðingur (f. 1519).
- 24. mars - Elísabet 1. drottning Englands og Írlands (f. 1533).
- Júní - Baldassare Donato, ítalskt tónskáld og söngvari (f. 1525-1530).
- 16. nóvember - Pierre Charron, franskur heimspekingur (f. 1541).
- 30. nóvember - William Gilbert, enskur vísindamaður (f. 1544).
- 22. desember - Mehmet 3. Tyrkjasoldán (f. 1566).
- Ikeda Tomomasa, japanskur herforingi (f. 1544).
- Edward Fenton, enskur landkönnuður.