Sjógun (japanska: 将軍, shōgun) er söguleg yfirmannsstaða í her í Japan. Titillinn útleggst sem „herstjóri“ á íslensku og jafngildir ítalska titlinum generalissimo sem stundum er notaður í Evrópu yfir hershöfðingja með mikil pólitísk völd. Sjógun er styttri útgáfa af sei-i taishōgun (征夷大将軍:せいいたいしょうぐん). Á íslensku merkir það „mikill hershöfðingi sem sigrar villimennina í austri“ sem var titill hæstráðanda landsins á ýmsum tímum í sögu Japans og leið undir lok þegar Tokugawa Yoshinobu lét Meiji keisara titilinn eftir árið 1867.

Minamoto no Yorimoto var fyrsti sjógun Kamakuratímabilsins.

Upphaflega var staðan veitt herforingjum í herförum gegn emisjum í austurhluta Japan sem vildu ekki beygja sig undir miðstjórnarvaldið í Kýótó á Heiantímabilinu. Titillinn var tímabundinn og var á endanum lagður niður þegar búið var að leggja allt landið undir miðstjórnina. Sjógunstjórnin (japanska: bakufu) var tekin upp á Kamakuratímabilinu þegar Minamotoættin náði völdum við hirð keisarans.

  Þessi Japans-tengd grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.