1881
ár
(Endurbeint frá MDCCCLXXXI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1881 (MDCCCLXXXI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Janúar - Hafís var víða um land og kalt og illviðrasamt. Byggingar og bátar biðu skaða.
- 15. janúar - Póstskipið Phønix fórst við Reykjanes.
- 26. júní - Bandaríska draugaskipið Jamestown strandaði á Suðurnesjum.
- Alþingishúsið var fullgert.
Fædd
- 13. janúar - Sigvaldi Kaldalóns, tónskáld og læknir.
- 27. febrúar - Sveinn Björnsson, fyrrum forseti Íslands (d. 1952).
- 6. ágúst - Hulda, ljóðskáld og rithöfundur.
- 7. september - Elka Björnsdóttir, íslensk verkakona (d. 1924)
- 21. október - Bjarni Jónsson, prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík og vígslubiskup.
- 25. nóvember - Jóhanna Egilsdóttir, verkakona og formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar.
- Jón Stefánsson, listmálari.
Dáin
- 30. júní - Peter Petersen, einn upphafsmanna kvikmynda á Íslandi.
- 3. júlí - Magnús Eiríksson, guðfræðingur.
Erlendis
breyta- 15. janúar - Kyrrahafsstríðið: Síle réðst inn í Líma, höfuðborg Perú.
- 25. janúar - Thomas Edison og Alexander Graham Bell stofnuðu símafyrirtækið Oriental Telephone Company.
- 19. febrúar - Kansas varð fyrsta fylki Bandaríkjanna til að banna áfengi.
- 25. febrúar - Borgin Phoenix, Arisóna, var stofnuð.
- 4. mars - James A. Garfield varð 20. forseti Bandaríkjanna.
- 13. mars - Alexander 2. Rússakeisari var ráðinn af dögum.
- 23. mars - Fyrsta Búastríðið endaði.
- 16. maí - Fyrsti sporvagn knúinn rafmagni hóf starfsemi í Berlín.
- 2. júlí - James A. Garfield Bandaríkjaforseti var skotinn. Hann lést rúmum 2 mánuðum síðar af sýkingu í skotsárinu.
- 7. júlí - Bókin um ævintýri Gosa kom út á Ítalíu.
- 20. júlí - Sitjandi Naut, frumbyggjaleiðtogi, gafst upp ásamt sínu fólki fyrir bandarískum hermönnum í Montana.
- 23. júlí - Síle og Argentína skrifuðu undir samning um landamæri landanna.
- 20. september - Chester A. Arthur varð forseti Bandaríkjanna.
- Náttúrugripasafnið í London opnaði.
- Knattspyrnuliðið Watford F.C. var stofnað.
Fædd
- 25. febrúar - Aleksej Rykov, rússneskur byltingarmaður.
- 23. mars - Roger Martin du Gard, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1958).
- 25. mars - Bela Bartok, ungverskt tónskáld (d. 1945).
- 3. apríl - Alcide De Gasperi, ítalskur stjórnmálamaður.
- 4. maí - Aleksandr Kerenskíj, rússneskur byltingarmaður.
- 19. maí - Mustafa Kemal Ataturk, fyrrum forseti Tyrklands (d. 1938).
- 6. ágúst - Alexander Fleming, skoskur líf- og lyfjafræðingur (d. 1955).
- 27. ágúst - Sigurd Islandsmoen, norskt tónskáld.
- 25. september - Lu Xun, kínverskur rithöfundur
- 29. september - Ludwig von Mises, austurrískur hagfræðingur.
- 25. október - Pablo Picasso, spænskur listmálari (d. 1973).
- 25. nóvember - Jóhannes 23., páfi.
- 2. nóvember - Enver Pasja, tyrkneskur herforingi.
- 28. nóvember - Stefan Zweig, austurrískur rithöfundur (d. 1942).
- 23. desember - Juan Ramón Jiménez, spænskt skáld og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1958).
Dáin
- 9. febrúar - Fjodor Dostojevskíj, rússneskur rithöfundur.
- 13. mars - Alexander 2. Rússakeisari
- 19. apríl - Benjamin Disraeli, forsætisráðherra Bretlands.
- 20. júlí - Theodor Bergk, þýskur fornfræðingur og textafræðingur.
- 19. september - James Garfield, Bandaríkjaforseti (f. 1831).
- 17. desember - Lewis H. Morgan, bandarískur mannfræðingur.
Tilvísanir
breyta- ↑ Hafís í blöðunum 1918. IV. Harði veturinn 1880-1881 Vísindavefurinn