Aleksej Rykov

Sovéskur stjórnmálamaður (1881-1938)

Aleksej Ívanovítsj Rykov (25. feb. 1881 - 14. mars 1938) var rússneskur bolsévískur byltingarmaður sem varð þýðingamikil fígúra í augum Sovétmanna og einn af megin keppinautum Jósef Stalíns.

Aleksej Rykov
Алексей Ры́ков
Aleksej Rykov árið 1924.
Formaður þjóðfulltrúaráðs Sovétríkjanna
Í embætti
2. febrúar 1924 – 19. desember 1930
ForveriVladímír Lenín
EftirmaðurVjatsjeslav Molotov
Formaður þjóðfulltrúaráðs rússneska sovétlýðveldisins
Í embætti
2. febrúar 1924 – 18. maí 1929
ForveriVladímír Lenín
EftirmaðurSergej Syrtsov
Persónulegar upplýsingar
Fæddur25. febrúar 1881
Saratov, rússneska keisaradæminu
Látinn15. mars 1938 (57 ára) Moskvu, rússneska sovétlýðveldinu, Sovétríkjunum
DánarorsökTekinn af lífi af skotsveit
StjórnmálaflokkurKommúnistaflokkur Sovétríkjanna (1918–1937)
Bolsévikar (1903–1918)
Sósíaldemókrataflokkur Rússlands (1898–1903)
Börn1
Undirskrift

Rykov var innanríkisráðherra í fyrstu stjórn bolsévika og síðan formaður þjóðfulltrúaráðsins, eða forsætisráðherra, frá dauða Vladímírs Lenín árið 1924 til ársins 1930. Hann féll í ónáð eftir að hann mótmælti fyrirætlunum Stalíns um að samyrkjuvæða landbúnað Sovétríkjanna með valdi og var síðan rekinn úr Kommúnistaflokknum árið 1937.[1]

Rykov var meðal sakborninga í Moskvuréttarhöldunum árið 1938, þar sem pólitískir andstæðingar Stalíns voru sakaðir um ýmsa glæpi og dæmdir til dauða. Rykov var tekinn af lífi af skotsveit ásamt öðrum sakborningum.[2] Árið 1988 viðurkenndu sovésk stjórnvöld opinberlega að Rykov og hinir sakborningarnir hefðu verið saklausir og veittu þeim uppreisn æru.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „Búkarín“. Morgunblaðið. 28. febrúar 1988. bls. 32-33.
  2. „Þegar Stalín drekkti andspyrnu í blóðbaði“. Morgunblaðið. 19. september 1980. bls. 12-13.


Fyrirrennari:
Vladímír Lenín
Formaður þjóðfulltrúaráðs rússneska sovétlýðveldisins
(2. febrúar 192418. maí 1929)
Eftirmaður:
Sergej Syrtsov
Fyrirrennari:
Vladímír Lenín
Formaður þjóðfulltrúaráðs Sovétríkjanna
(2. febrúar 192419. desember 1930)
Eftirmaður:
Vjatsjeslav Molotov


   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.